Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

6. fundur 12. apríl 2013 kl. 09:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Eiríkur Steinsson

Fundargerð.

 

6. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, föstudaginn 12. apríl 2013 kl. 9:00 f.h

 
Fundinn sátu:
Eiríkur Steinsson
Pétur Ingi Frantzson
Ólafur Jónsson

 

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Eiríkur Steinsson

 
1.        Opni dagurinn.
       Rætt var um að athuga með áhuga hjá fólki að halda aftur opna daginn eins og undanfarin ár. Ákváðum við að senda út fyrirspurn til fólks og fá að heyra hverjir hefðu áhuga á að vera með.

 
2.        Dagatalið.
Ákveðið var að ráðast í prentun á nýju dagatali. Eiríkur ætlar að safna saman auglýsendum sem áhuga hafa á að vera með í ár. Dreifingin verður með öðru sniði því að erfitt er orðið að komast um sumarhúsahverfin vegna læstra hliða sem aukist hafa til muna undanfarin ár. Því var ákveðið að láta bunka af dagatölum liggja frammi á hinum ýmsu stöðum í sveitinni t.d. sundlauginni, sjoppunni, golfskálunum, sundlauginni í Hraunborgum og víðar. Einnig er stefnt á að hafa samband við formenn lóðarfélaga og athuga hvort þeir gætu dreift í sínu hverfi t.d. á aðalfundum eða vinnudögum. Allir íbúar fá sent dagatal í pósti.

Atvinnumálanefnd óskar því eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu vegna prentunar og plöstunar á dagatalinu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 10:30.

Getum við bætt efni síðunnar?