Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

8. fundur 18. september 2014 kl. 16:30 - 19:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður fulltrúi sveitarstjórnar (C-listinn)
  • Hildur Magnúsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar (C-listinn)
  • Karl Þorkelsson fulltrúi sveitarstjórnar (K-listinn)
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

8. fundur Atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, fimmtudaginn 18. september 2014 kl. 16:30 e.h.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður, fulltrúi sveitarstjórnar (C-listinn)
Hildur Magnúsdóttir, fulltrúi sveitarstjórnar (C-listinn)
Karl Þorkelsson, fulltrúi sveitarstjórnar (K-listinn)
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

Ingibjörg sveitarstjóri setti nefndarmenn inn í störf og kynnti um leið tilganginn með nefndinni og hvað fyrri nefnd hefði verið að vinna að.

 
Kosning ritara.
Ný nefnd tekur til starfa og kosin er ritari, Hildur Magnúsdóttir.

 
Dagatal 2015 – Grímsnes og Grafningshrepps. 
Farið verði í að athuga áhuga sveitunga til að efla dagatalið sem nefndin sl. ára hefur haldið utan um. Hugmyndir eru um að gefa það út í breyttri mynd, það verði settir inn fyrirhugaðir viðburðir á nýju ári auk ítarlegri upplýsingar um hvaða þjónustu sveitarfélagið býður upp á ásamt sveitungum og fyrirtækjum sem eru í sveitarfélaginu.

 
Opinn dagur.
Kannaður verði áhugi sveitunga til að endurvekja Opinn Dag sem verður þá skráður inn á dagatalið. Farið verður nú þegar í að virkja fleiri  fyrirtæki og sveitunga til að taka þátt í  að opna húsin sín fyrir gesti og gangandi ásamt að vera með tilboð/afslætti í tilefni dagsins á tilteknum vörum eða vörutegundum.

 
Samstarf við aðrar atvinnumálanefndir í uppsveitunum.
Nefndarmenn voru sammála um að óska eftir samstarfi/samvinnu  við atvinnumálanefndir í nágranna sveitafélögunum og fá Ásborgu ferðamálafulltrúa uppsveitanna í lið með okkur til að athuga undirtekir.

 
Matarsmiðjan.
Nefndarmenn hafa áhuga að kynna sér starfsemi Matarsmiðjunnar  og athuga samhliða hvort áhugi sé hjá sveitungum að nýta sér þá aðstöðu og þjónustu sem þar er í boði.

 

Ekki fleira tekið fyrir á fundi.  Fundið slitið kl. 19. Næsti fundur fyrirhugaður um miðjan október.

Getum við bætt efni síðunnar?