Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

9. fundur 27. október 2014 kl. 17:00 - 19:00 Kaffistofa sveitarfélagsins
Starfsmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson

Fundargerð.

 

9. fundur Atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn á kaffistofu sveitarfélagsins, mánudaginn 27. október 2014 kl. 17:00 e.h.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Dagatal 2015 – Grímsnes og Grafningshrepps.
Tekið var saman gróf kostnaðaráætlun fyrir útgáfu dagatals.

 
Prentun 8 bls. báðum megin í stærð A-4 í lit með gormum ( 2.500 stk.) kr. 146 kr stykkið án vsk.

Laun við uppsetningu um kr. 60.000.- án vsk

Dreifing um kr. 20.000.-


Til að fá upp í kostnað þurfum við að að selja:

Textabox 3 cm                        kr. 5.000.-

Textabox 3 cm með logo        kr. 10.000.-

Textabox 2 x 3 cm                  kr. 15.000.-

 
Viljum benda á þetta er allt leikur á tölum en við erum bjartsýn á að auglýsendur sjái hag sinn í að nota dagatalið til að minna á sig og sína þjónustu þar sem það kemur með breyttu sniði og mun notendavænna að við teljum en fyrri dagatöl sem hafa verið gefin út hjá nefndinni.

Atvinnumálanefnd óskar eftir samþykki sveitarstjórnar.

 

 
Önnur mál.
Á fundi sveitarstjórnar Gogg þann 15. okt. ´14 var kynnt hugmynd um að stofna Ferðamálaráð Uppsveita sem hefur þann tilgang að vera ferðamálafulltrúa Uppsveita til stuðnings. Skipuð voru Ása Valdís Árnadóttir sem aðalmaður og Karl Þorkelsson til vara frá okkar sveitarfélagi. Lýsum ánægju okkar um stofnun nefndarinnar í ljósi þeirra hröðu þróunar sem hefur orðið á fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi. Höfum trú á að samstarf uppsveitanna muni efla okkur í þjónustustigi hvað varðar m.a. upplýsingarflæði, gæði og þjónustu.

 

 
Ekki fleira tekið fyrir á fundi. Fundið slitið kl. 19. Næsti fundur fyrirhugaður 10.nóvember  2014.

 

Getum við bætt efni síðunnar?