Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

11. fundur 18. nóvember 2014 kl. 17:00 - 19:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

11. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarherbergi sveitarfélagsins, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 kl. 17:00 e.h.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Dagatal 2015 – Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Farið var í að fylgja eftir tölvupóstum sem búið var að senda út vegna auglýsinga í dagatalið auk þess að ákveða magnafslætti.  Ákveðið var að veita 15 % af þremur auglýsingum frá sama fyrirtækinu, 25 % af sex auglýsingum og 50 % af tólf auglýsingum. Uppsetning á dagatalinu var sett niður með fyrirvara um hversu mikinn fjölda auglýsinga yrðu seldar ásamt hugmyndum um annan fróðleik sem á að setja á dagatalið.

 
Uppákomur sumarið 2015. 
Ræddar voru hugmyndir um Opna daginn sem fyrirhugað er að halda 30. maí 2015 auk þess sem velt var fyrir sér hvað hægt væri að gera fyrir þá sem eru að framleiða í sveitinni og vilja koma vörunni sinni á framfæri í samstarfi með öðrum sveitungum. Hugmyndir voru m.a  hvort eigi að halda skottsölur eða vera með sveitamarkað um helgar á næsta ári sem hægt væri að auglýsa með góðum fyrirvara til að virkja sem flesta til að mæta, hvort sem þeir væru seljendur eða neytendur.  Fyrirspurn verður gerð hjá framleiðendum í sveitinni hvort þeir hefðu áhuga á að taka þátt í samstarfi með öðrum framleiðendum ef hægt væri að finna stað sem hentaði öllum.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir á fundi. Fundið slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?