Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

13. fundur 09. desember 2014 kl. 17:00 - 18:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

13. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarherbergi sveitarfélagsins, þriðjudaginn 9. desember 2014 kl. 17:00 e.h.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Dagatal 2015 – Grímsnes og Grafningshrepps.  
Tekinn var saman áætlaður kostnaður auk auglýsinga sem búið er að selja til að meta stöðuna með útkomuna. Farið var yfir drög dagtalsins í síðasta sinn hvað varðar útlit og uppsetningu á dagatalinu sjálfu og erum við nokkuð sátt við útkomuna. Dagatalið fer í prentun hjá Prentsmiðju Litróf Hagprent ehf. (2.500 stk.) og áskilja þeir sér viku til tíu daga til úrvinnslu en þá er eftir að pakka dagatalinu inn og koma því á pósthús þann 17. desember, en áætlað er að það komist til skila til sveitunga þann 18. desember.

 

 
Ljósmyndasamkeppni. 
Fyrirhugað er að standa fyrir ljósmyndasamkeppni í sveitarfélaginu á næsta ári. Þema myndefnis verður sveitin okkar hvort sem það er landslagið, mannfólkið eða uppákomur í sveitarfélaginu sjálfu. Væntingar eru um að sveitungar á öllum aldri og aðrir áhugasamir taki þátt og er t.d. ein hugmyndin að halda sýningu af afrakstinum í lok árs 2015. Verðlaunamyndir munu síðan meðal annars prýða dagtal sveitarinnar fyrir árið 2016 og fara á heimsíðu sveitarfélagsins.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir á fundi. Fundið slitið kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?