Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

15. fundur 14. apríl 2015 kl. 18:00 - 19:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

15. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarherbergi sveitarfélagsins, þriðjudaginn 14. apríl 2015 kl. 18:00 e.h.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 
Opinn dagur 30. Maí.
Ýmsar tillögur ræddar og verkefnum skipt niður.

 
Ljósmyndakeppnin.
Auglýsing hefur verið sett í Hvatarblaðið til kynningar. Fáar myndir hafa borist enn sem komið er en hægt verður að senda inn myndir til loka september mánaðar.

 
Söluskúr frá Tintron.  
Komið er vilyrði frá Hjálparsveitinni Tintron að lána söluskúrinn og sveitarstjórn er tilbúin að útvega lóð. Ekki liggur fyrir hve margir hafa áhuga að nýta sér aðstöðuna og er því málinu frestað þangað til það liggur fyrir.

 
Matarsmiðjan Sólheimum. 
Matarsmiðjan flytur frá Flúðum og verður til húsa á Sólheimum. Atvinnumálanefnd hefur áhuga að heimsækja þá heim til að kynna sér þá aðstöðu sem þeir hafa upp á að bjóða og athuga um leið grundvöll með samvinnu í komandi framtíð.

 
Önnur mál.
a)      Ljósmyndir í þjónustudagatali fyrir árið 2015; þau leiðu mistök urðu þegar dagatalið var gefið út að þar var ljósmynd sem vantaði heimild til að nota. Beðist er velvirðingar á
þeim leiðu mistökum og stefnir atvinnumálanefnd að vera faglegri í vinnubrögðum þegar kemur að því að velja myndir í næstu dagatöl.
b)      Markaðssetning; Atvinnumálanefnd óskar eftir að sveitarstjóri mæti á næsta fund þar sem nefndin hefur áhuga að skoða vinnu við upplýsingaröflun / markaðssetningu á sveitarfélaginu.

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?