Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

24. fundur 01. október 2015 kl. 20:00 - 22:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

24. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í fundarherbergi sveitarfélagsins, fimmtudaginn 1. október 2015 kl. 20:00.

 

 
Fundinn sátu
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 

Gestur fundarins var Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Ljósmyndakeppni - sigurvegarar og verðlaun.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjá flokka; mannlífsmynd, landslagsmynd og frumlegasta myndin með þekktu kennileyti sveitarinnar. Ákveðið hefur verið að fá Filmverk til að prenta út stærð13 x18, fimm myndir frá hverjum þáttakanda auk verðlaunamyndir sem verða prentaðar út í stærðA-4 og hafa til sýnis í Íþróttamiðstöðinni á Borg fram í miðjan janúar 2016. Verðlaunaafhending verður 12. nóvember á Borg kl. 18. Nefndin hefur fengið Ingibjörgu Harðardóttir sveitarstjóra í lið með sér til að velja bestu myndirnar. Endanleg ákvörðun með verðlaunahafa verður tekin fyrir á næsta fundi.

 
Viðburðardagatal 2016/golden circle kort – breytingar .
Sett var upp tímaplan vegna tölvupósta sem þarf að senda út til sveitunga/fyrirtækja vegna auglýsinga sem á selja fyrir dagatal 2016. Þeir sem hafa hug á að vera með þurfa að vera búnir að svara eigi síðar en 4. nóvember og senda á netfangið asavaldis@gogg.is.

Áætlun sett upp með fyrirvara að sveitarstjórn samþykki í síðustu fundagerð atvinnumálanefndar lið nr. 2 þar sem óskað var eftir vilyrði sveitarstjórnar að fá að ráða Rúnar Gunnarsson í uppsetningu á dagatalinu auk þess að gera breytingu á korti (stækkun) sem fylgir dagatalinu

 
Borg í sveit.
Sett var upp tímaplan með verkefnavinnu fyrir viðburðinn Borg í sveit sem verður haldin laugardaginn 29. maí 2016. Ákveðið hefur verið að panta Félagsheimilið Borg til að vera með sölubása fyrir einstaklinga/fyrirtæki, opið frá kl. 11 – 16 og síðan viðburð um kvöldið eins og var gert í sumar. Óskað verður eftir að þeir sem vilja vera með okkur að ári að þeir verði með opið hús frá kl. 11 – 16 og tilkynni þátttöku í síðasta lagi fyrir 15. apríl 2016. 

 

Sveitamarkaður sumarið 2016.
Höfum fengið vilyrði hjá sveitarstjórn með lóð og frá Hjálparsveitinni Tintron með lán á flugeldaskúr sveitarinnar fyrir næsta sumar. Farið verður í það að athuga áhuga sveitunga sem eru með framleiðslu af einhverju tagi aðstöðuna sem verður í boði ef þeir vilja nýta sér tækifærið og taka sig saman og selja á einum stað næsta sumar.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:40

Getum við bætt efni síðunnar?