Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

25. fundur 19. október 2015 kl. 20:00 - 22:30 Bíldsbrún
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

25. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn á Bíldsbrún, mánudaginn 19. október 2015 kl. 20:00

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

  

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Ljósmyndakeppnin.
Valdir voru sigurvegar í ljósmyndakeppninni og veitt verða verðlaun á Borg, fimmtudaginn 12. nóvember kl. 18.  Til sýnis verður verðlaunamyndirnar þrjár auk fimm myndir frá hverjum og einum þátttakanda í keppninni. Ljósmyndirnar verða til sýnis fram í miðjan janúar 2016 í Íþróttamiðstöðinni á Borg.

 
Dagatal-myndir.
Valdar voru tólf myndir fyrir hvern mánuð fyrir sig auk forsíðu. Til stendur að senda út dagatalið til sveitunga 17. desember n.k.

 
Önnur mál.
Umræður um stækkun á korti sem fylgja á dagatali og nýtist í viðburðinn Borg í sveit.

  

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:30

Getum við bætt efni síðunnar?