Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

36. fundur 14. júní 2016 kl. 17:00 - 17:50 Kaffistofa sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

36. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin á kaffistofu sveitvarfélagsins, þriðjudaginn 14. júní 2016, kl. 17:00.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

 

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.

 

 
Borg í sveit- samantekt.
Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri mætti á fund þar sem farið var yfir viðburðinn Borg í sveit.

Viðburðurinn tókst með ágætum en tónleikar um kvöldið hefðu mátt vera betur sóttir, að öllu öðru leyti var þetta eins og best verður á kosið. Það var svipaður fjöldi gesta sem sótti hátíðina heim milli ára, heldur þó fleiri þetta árið. Nokkrir veltu fyrir sér hvort að viðburðurinn ætti að vera haldinn fyrr í maí eða jafnvel ekki fyrr en í júní en vegna uppbyggingu viðburðarins þá telur nefndin ekki að svo eigi að vera heldur eigi að halda sig áfram við síðasta laugardag í maí ef Borg í sveit verður haldið aftur.

Borg í sveit er stækkandi viðburður og hefur vakið þó nokkra lukku meðal sumarhúsaeigenda og annarra gesta sem sótt hafa sveitarfélagið heim á þessum degi síðustu tvö árin. Það er mat formanns að viðburðurinn Borg í sveit þurfi að fá sérstakan starfsmann til að halda utan um og skipuleggja viðburðinn frá upphafi til enda en einungis þannig getur viðburðurinn vaxið og dafnað. Að sjálfsögðu er atvinnumálanefnd boðin og búin til að aðstoða við undirbúning viðburðarins en þó ekki í sama mæli og síðustu tvö ár.

Atvinnumálanefnd fer því á leit við sveitarstjórn að skoða hvort að það sé vilji að halda Borg í sveit aftur að ári, 27. maí 2017.

Atvinnumálanefnd óskar einnig eftir því sveitarstjórn skoði starfsmannamál í sambandi við viðburðinn Borg í sveit og hvernig sé best að því staðið en undirbúningur fyrir viðburðinn Borg í sveit þarf að hefjast í janúar svo að vel geti orðið.

 

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:50

 

Getum við bætt efni síðunnar?