Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

37. fundur 19. október 2016 kl. 17:00 - 19:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

37. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin í fundarherbergi sveitarfélagsins, mánudaginn 19. október 2016 kl. 17:00.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.

  
Borg í sveit.
Í fyrri fundargerð atvinnumálanefndar var fyrirspurn til sveitarstjórnar að ráða starfsmann til að halda utanum viðburðin Borg í sveit að ári þar sem umfangið er orðið það mikið. Í fundarbókun  sveitarstjórnar 19. október sl. var atvinnumálanefnd falið að koma með tillögu að fyrirkomulagi á undirbúningi að Borg í sveit. Sveitarstjóri hefur nú þegar fengið minnisblað frá formanni nefndar þar sem listað er upp í tímaramma með verkefni sem þarf að framkvæma áður en viðburðurinn á sér stað. Undirbúningur þarf að hefjast í byrjun janúar ef vel ætti að vera.  Tímifjöldi sem starfsmaður þarf að skila frá janúar til júní er mismikill á milli mánuða þar til að viðburðinum kæmi. Vinnan er að mestu leyti unnin í gegnum tölvupósta og því er ekki binding á að starfsmaður skili starfinu á dagvinnutíma. Ef óskað er eftir því þá er nefndin tilbúin að vera starfsmanninum innanhandar.

 

 
Þjónustudagatal 2017.
Undirbúningur er hafin á vinnu við dagatal fyrir árið 2017. Óskað er eftir að sveitarfélagið gefi okkur vilyrði fyrir að prenta dagatalið og að fá Rúnar Gunnarsson í vinnu við uppsetningu á því eins og á síðasta ári. Við höfum hug á því að nota sömu uppsetninguna sem var á dagatalinu 2016. Fyrirhugað er að hafa sama fyrirkomulag með afslætti eða eftir fjölda auglýsinga. Ef keyptar eru þrjár auglýsingar þá er veittur 15 % afsláttur, sex auglýsingar 25 % afsláttur og tólf auglýsingar 50 % afsláttur. Það er óveruleg hækkun á föstum kostnaði frá fyrra ári og því var ákveðið að halda sama verðlagi í auglýsingum.Til stendur að dagatalið verði tilbúið í prentun í byrjun desember og í almenna dreifingu seinnipartinn í sama mánuði. Fjöldi dagatala verði 2.500 eintök sem dreift verður til íbúa og sumarhúsaeigenda

Kostnaðurinn við að prenta dagatal með gormum er eftirfarandi: 2500stk  kr. 422.000.- án vsk.

Þetta tilboð kemur frá Litróf sem hefur prentað dagatölin undanfarin ár.

Myndir sem prýða dagatalið í ár verða teiknaðar af börnum í Kerhólsskóla. Auglýst verður í Hvatarblaðinu og sendir tölvupóstar á fyrirtæki og einstaklinga sem eru að selja þjónustu og vörur í  í sveitarfélaginu.

  

  

Önnur mál.
Til stóð í vor að taka saman upplýsingar um opnunartíma hjá fyrirtækjum og einstaklingum sem eru með þjónustu og vörur til sölu í sveitarfélaginu yfir sumartímann en vegna tímaleysis hjá nefndinni varð ekkert úr því. Nú stendur til að taka þetta verkefni aftur upp eftir áramót og ræddi nefndin hvernig best væri að vinna það verkefni.

 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:45

Getum við bætt efni síðunnar?