Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

38. fundur 14. nóvember 2016 kl. 17:00 - 18:45 Kaffistofa sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson tilkynnti forföll.
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

38. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin á kaffistofu sveitarfélagsins, mánudaginn 14. nóvember 2016 kl. 17:00.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson tilkynnti forföll.

 

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Dagatal – vinnufundur.
Farið var í að fylgja eftir tölvupóstum sem höfðu verið sendir út fyrr í mánuðinum til sveitunga og fyrirtækja vegna sölu á auglýsingum í þjónustudagatal 2017. Hringt var m.a. í  þá aðila sem höfðu verið með okkur í fyrra en höfðu ekki svarað tölvupóstunum, undirtektir voru mjög góðar.

Stefnt er að því að dagatalið verði tilbúið til dreifingar eftir miðjan desember

  

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:45

Getum við bætt efni síðunnar?