Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

44. fundur 29. janúar 2018 kl. 20:30 - 21:00 Símafundur
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Ása Valdís Árnadóttir

Fundargerð.

 

44. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var símafundur, mánudaginn 29. janúar 2018 kl. 20:30.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.

 

 
1.         Atvinnumálaþing.
Atvinnumálanefndir uppsveitanna hittust 17. janúar síðastliðinn á Flúðum og var ákveðið að halda Atvinnumálaþing Uppsveitanna þann 21. mars næstkomandi og hafa það í Félagsheimilinu Borg.

Áætlað er að þingið hefjist klukkan 19:00 með súpu og að fljótlega hefjist svo fyrirlestrar um ýmis mál sem tengjast atvinnu í sveitarfélögunum.

Atvinnumálanefnd óskar eftir því að sveitarstjórn fallist á að veita afnot af Félagsheimilinu þann 21. mars.

Jafnframt óskar nefndin eftir að sveitarstjórn leggi til súpu, brauð og kaffi fyrir gesti þingsins ásamt því að greiða annan kostnað sem gæti komið til.

 

  

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:00

Getum við bætt efni síðunnar?