Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

45. fundur 26. febrúar 2018 kl. 20:30 - 22:15 Bíldsbrún
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Karl Þorkelsson
Hildur Magnúsdóttir

Fundargerð.

 

45. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldin á Bíldsbrún, mánudaginn 26. febrúar 2018 kl 20:30.

 
Fundinn sátu:
Ása Valdís Árnadóttir, formaður
Hildur Magnúsdóttir
Karl Þorkelsson

  

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Hildur Magnúsdóttir.

 

 
Atvinnumálaþing Uppsveitanna.
Til stendur að halda í fyrsta sinn atvinnumálaþing Uppsveitanna þann 21. mars 2018 þar sem atvinnumálanefnd Bláskógarbyggðar, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps auk okkar í Grímsnes- og Grafningshreppi stöndum að. Væntingar eru um að ef vel tekst til að halda þennan viðburð einu sinni á ári. Okkar nefnd mun sjá um að halda utan um dagskránna þetta árið. Sveitarstjórn hefur samþykkt að leggja út fyrir kostnaði sem til fellur. Það verður auglýst í Dagskránni, Útvarpi Suðurlands auk þess sem send verður auglýsing í öll innansveitarrit sveitanna og síðan stendur til að senda út auglýsingu í fjölpósti á öll sveitarfélögin viku fyrir viðburð. Búið er að panta Félagsheimilið Borg og setja niður dagskrá:

 
Kl. 19:00 Súpa og brauð í boði sveitarfélaganna

Kl. 19:30 Ferðaþjónustan og aðbúnaður starfsfólk – Sölvi í Efsta-Dal í Bláskógabyggð

Kl. 19.50 Fyrirtæki og afleidd þjónusta - Björgvin í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Kl. 20:10 Að skapa sér atvinnu heima fyrir – Sigrún Jóna á Stóra-Hálsi, Grímsnes- og Grafningshreppur

Kl. 20:30 Upphafið og staðan í dag – Hörður í Gröfutækni, Hrunamannahreppi

Kl. 20:50 Kaffihlé

Kl. 21:10 Framleiðsla og sala, Sindri í Sindrabakarí, Hrunamannahreppi

Kl. 21:25 Skipulagsferlið fyrir aðila í framkvæmdum, einstaklingar og fyrirtæki, Pétur Ingi skipulagsfulltrúi hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita

Kl. 21:45 Ráðgjöf og styrki, SASS

Kl. 22:00 Umræður og fundarlok

 
Höfum hug á að fá Hörð Óla Guðmundsson í Haga til að stýra þingi og vera með léttmeti á milli dagskráliða. Reynt var að hafa efnistök á dagskrá fjölbreytt og úr öllum sveitarfélögunum. Stefnt er á að nefndin mæti  1 ½ tíma áður en þingið hefst til að undirbúa sal fyrir viðburð og hjálpi síðan til með starfsmanni sveitarfélagsins að ganga frá eftir viðburðinn. 

  
Önnur mál.
Við leggjum til að næsta atvinnumálanefnd sveitarfélagsins sem kemur til með að starfa eftir kosningar fari í að afla gagna til að móta atvinnustefnu með sveitarfélaginu. Vegna fjölda verkefna hjá fráfarandi nefnd gafst ekki tími til að fara í það verkefni.

 

 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:15

Getum við bætt efni síðunnar?