Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

47. fundur 22. október 2018 kl. 16:00 - 17:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Guðmundur Finnbogason formaður
  • Þóranna Lilja Snorradóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
Guðmundur Finnbogason

Fundargerð.

 

47. fundur atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, mánudaginn 22. október 2018 kl. 16.40.

 
Fundinn sátu:
Guðmundur Finnbogason, formaður
Þóranna Lilja Snorradóttir
Ragnheiður Eggertsdóttir
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason

 
1.        Kynning á störfum nefndarinnar.
Ingibjörg Harðardóttir fór yfir skipun nefndarinnar og skipulag. Hún lagði fram erindisbréf nefndarinnar og kynnti fyrir nefndarmönnum praktísk atriði varðandi starfið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Ingibjörg vék af fundi eftir þessa yfirferð.

 
2.        Næstu verkefni.
Nefndarmenn fóru yfir þau verkefni sem að atvinnumálanefnd á að sinna samkvæmt skipunarbréfi og ræddu ýmsa möguleika því tengt. Þá var farið yfir þau verkefni sem að nefndin hafði á sinni könnu á síðasta kjörtímabili. Rætt var um ýmislegt í því samhengi. 

Fundur hefur verið boðaður með ferðamálafulltrúa þann 29. október á Borg. Nefndarmenn stefna á að mæta á þann fund.

Nefndarmenn skiptu með sér verkum. Þóranna Lilja Snorradóttir mun verða ritari nefndarinnar.

 
3.        Dagatal.
       Nefndin samþykkti samhljóða að halda áfram útgáfu dagtals í sömu mynd og verið hefur undanfarin ár.

       Óskað er eftir heimild sveitarstjórnar til þess að vinna og gefa út sambærilegt dagatal.

 
4.    Næsti fundur og fundartími.

       Formaður boðar næsta fund um miðjan nóvember.

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 17:50

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?