Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

53. fundur 24. september 2020 kl. 20:00 - 21:15 Hraunbraut 10
Nefndarmenn
  • Guðmundur Finnbogason formaður
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Þóranna Lilja Snorradóttir
Þóranna Lilja Snorradóttir

1.  Gerð fjárhagsáætlunar 2021.

  • Atvinnumálanefnd leggur til að haldið verði áfram með Borg í sveit með nokkuð hefðbundnu sniði. Skipulagning hefst í mars og auglýsingar viðburða í apríl og maí. Stefnt er á tónleika eða skemmtun í félagsheimilinu í lok dags.
  • Atvinnmálanefnd leggur til að haldið verði áfram með þjónustudagatalið en þó með öðrum hætti heldur en venjulega. Breyta því í þjónustuskrá sem verði í líkingu við Hvatarblaðið. Búið til á skrifstofu og dreift á heimilin og helstu staði 1.-2. á ári. Auglýsingar væru þá seldar á mun lægra verði og allar jafn stórar. Þessi skrá væri svo gefin út t.d. í janúar og maí með Hvatarblaðinu. Með því að gefa skrána út tvisvar á ári væri hægt að uppfæra hana og setja inn viðburði fyrir sumarið ásamt því að taka út þá aðila sem sjá sér ekki hag í að vera með allt árið.
  • Atvinnumálanefnd leggur til að samráðsfundur atvinnumálanefnda uppsveita verði haldinn aftur og þá í janúar/febrúar til að skoða stöðuna eftir covid breytingar. Einnig hafa opinn íbúafund í september þar sem fyrirtæki geta kynnt sig og rætt málin.
  • Atvinnumálanefnd leggur til að skoðuð verði vel hugmyndin um kynningarefni fyrir sveitarfélagið í appi. Stuðst væri við Locatify appið sem nokkur sveitarfélög hafa tekið upp. Mögulega væri hægt að búa til uppsveitaapp í samstarfi við önnur sveitarfélög til að dreifa kostnaði.
Getum við bætt efni síðunnar?