Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

5. fundur 16. janúar 2023 kl. 17:00 - 18:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. Erindisbréf
Frestað
2. Vinna við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna
Könnun um atvinnustefnu Uppsveita hefur verið í gangi síðan í desember og athugað er með að hafa könnunina opna lengur og auglýsa hana betur í sveitarfélaginu.
Eftir úrvinnslu á könnuninni verður athugað að ræða við ákveðna hópa á svæðinu eins og ungmenni, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.
3. Undirbúningur fyrir viðburði næsta ár:
Unnið er áfram að skipulagi á fyrirhuguðum viðburðum með fyrirvara um niðurstöður úr fjárhagsáætlunargerð og samþykki frá sveitastjórn um skipulag.
• Hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslands, 17. júní 2023
o Komið er svar frá Flækju varðandi leiksýninguna Ef ég væri Tígrisdýr. Þau eru laus 17. Júní og kosta 200.000 krónur. Sýningin er 20 mínútur.
o Óskað var eftir upplýsingum frá fleiri skemmtikröftum og leikhópum.
o Athuga á með að fá jafnvel söngatriði frá Sólheimum.
o Fá leikatriði frá Leikfélaginu á Borg
o Athuga með atriði úr Grease frá unglingadeildinni í Kerhólsskóla.
o Ef miklar framkvæmdir verða á lóðinni í kringum stjórnsýslu húsið þá er hægt að athuga með að hafa hátíðarhöldin annaðhvort á Sólheimum eða á Úlfljótsvatni.
• 25 ára afmæli Grímsnes- og Grafningshrepps
• Borg í sveit
o Búið að taka frá laugardaginn 3. júní fyrir Borg í sveit og 25 ára afmæli sveitarfélagsins.
• Íbúafundur með íbúum sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps v. vinnu við Atvinnumálastefnu Uppsveitanna. Verður athugað síðar.

Ekki fleira rætt og fundi slitið klukkan 18:25

Getum við bætt efni síðunnar?