Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

13. fundur 11. september 2023 kl. 18:00 - 19:30 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Pétur Thomsen fulltrúi sveitarstjórnar
  • Anna María Daníelsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Pétur Thomsen

1. Samantekt á starfinu síðastliðin vetur
Rætt um það sem gert var síðasta vetur og hvað má bæta.
Afmæli hreppsins tókst vel að flestu leyti. Fyrir næsta afmæli er gott að hafa starfsmenn hreppsins með í framkvæmdinni.
17. júní tókst vel og samstarfið við Sólheima var ánægjulegt. Nefndarmönnum þótti helst til of mikil vinna á nefndinni fyrir þennan dag. Formaður nefndarinnar mun óska eftir skýrari ramma varðandi utanumhald og greiðslur fyrir þessa vinnu. Gaman væri ef sveitastjórn væri sýnilegri á hátíðarhöldunum. Nefndin ætlar að endurskoða inni dagskránna á 17. júní með það að markmiðið að stytta hana.
2. Verkefni atvinnu- og menningarnefndar í vetur 2023/24 17. júní – stefnt er á að halda 17. júní 2024 á Borg. Skipulagið verður rætt síðar.
Borg í Sveit
Nefndin er sammála um að ef endurvekja á Borg í Sveit þá þarf að fá starfsmann í lið við nefndina til að vinna að því. Í fundargerðum fyrri nefnda er talað um nauðsyn þess að fá starfsmann í til að vinna að Borg í Sveit með nefndinni. Athuga þarf hvort að sveitarfélagið vilji nota þennan dag til markaðssetningar á sveitarfélaginu. Að mati nefndarinnar þá hentar byrjun júní ekki sem dagsetning þar sem það stangast á við aðra viðburði í sveitarfélaginu. Athugað verður hjá Kvenfélagi Grímsneshrepps hvort það hafi hug á samstarfi með Grímsævintýri og Borg í Sveit.
Þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Þjónustudagatalið verði endurvakið fyrir árið 2024. Ef samþykki fæst þá þyrfti hefja vinnu við það hratt og auglýsa það í Hvatarblaðinu í október. Nefndin leggur til að halda áfram samstarfi við grafíska hönnuðinn sem sá um það síðast.
Nefndin ætlar að kynna sér aðkomu sveitafélagsins að þeim söfnum sem við tengjumst: Listasafn Árnesinga, Byggðasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafnið.
Verkefni tengd atvinnumálum á þessu vetri eru til dæmis
- Atvinna með stuðningi hjá sveitarfélaginu
- Móttaka nýrra íbúa
- Leiðrétting á póstnúmerinu 805
Vinna þarf að erindisbréfi nefndarinnar.
3. Fjárhagsáætlun 2024
Nefndin ætlar að kalla eftir gögnum varðandi endanlegan kostnað við viðburði síðasta starfsárs.
4. Fundartímar
9. október kl 18:00 – 19:30 6. nóvember kl 18:00 – 19:30


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?