Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

14. fundur 09. október 2023 kl. 18:00 - 19:30 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Anna María Danielsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jakob Guðnason varamaður í fjarveru Péturs Thomsen
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Anna María Danielsdóttir

1. Þjónustudagatal 2024
Samþykki frá sveitarstjórn er komið til að vinna í þjónustudagatalinu. AM ræðir við Elínu Esther um að sjá um uppsetningu og umbrot og fá þá verð einnig. Síðast voru tölvupóstar sendir á fyrirtæki, við munum setja upp póstinn en hugmynd um að einhver aðili frá skrifstofu Gogg sendi út tölvupóstinn á fyrirtækin í sveitarfélaginu. ATH hvenær EE þarf að fá auglýsingar og slíkt til að setja upp. spurning um að setja inn dagsetningar á dagatalið, hægt að nefna það í auglýsingu til fyrirtækja, t.d. Grímsborgir að hafa dagsetningu á jólahlaðborði, þorrablót, 17. Júní, Grímsævintýri og fleira. Mögulega hægt að fylla líka upp með fróðleik t.d. af vefsíðu GOGG. Stefnt að auglýsingakostnaður dekki prentun. – skoða í gömlum fundargerðum varðandi verðskrána. Fá eldri útgáfu hjá Elínu eða Gumma Finnboga.
2. Borg í sveit 2024
Ania ræddi við Rögnu formann kvenfélagsins um samvinnu með Borg í sveit og Grímsævintýra og tók hún vel í það. Ania deildi með nefndinni tölvupósti með þessum upplýsingum. Gæti verið gott fyrir báða viðburði að sameinast. Spurning líka um að fá t.d. æskulýðsnefnd með að borðinu varðandi dagskrárlið. Kallað verður til sameiginlegs fundar eftir áramót.
3. Fjárhagsáætlun 2024
Rætt um fjárhagsáætlun 2024. Ania hefur óskað eftir upplýsingum frá Guðný bókara GOGG. Rætt um grófan kostnað fra síðasta 17. júní og fyrirkomulag á honum. Hugmynd um að félagasamtök í sveitarfélaginu geti sett upp sölubása í fjáröflunarskyni. Velt upp hugmyndum um þau félagasamtök sem eru í Tintron, Hvöt, blakhópurinn, leikfélagið, kvenfélagið, Lions, skógræktafélag og fleiri. Einnig rætt að mögulegt sé að semja þannig að ef pulsur og tilheyrandi kostar t.d. 100 þús og salan fer yfir 100 þús þá er kostnaðurinn greiddur til baka að fullu eða hluta til og hagnaðurinn situr eftir hjá félaginu. Skoða mögulega útfærslu á þessu.
Spurning hvort við viljum bjóða upp á einhver menningarkvöld, trúbador við sundlaugarbakkann o.s.frv. Einnig rætt að sveitarfélagið kaupi lítið tjald sem er einnig hægt að nota í t.d. andlitsmálun, grilla pylsur og fleiri litla viðburði.
Hugmynd um bókakaffi, bókaupplestur á bókasafni eða í Félagsheimili, kvenfélag gæti jafnvel selt veitingar.
Aðventudagatal – viðburðir, kanna hjá Gásu. Vasaljósaganga
Hækkum 17. Júní upp í 700 þús í bili á fjárhagsáætlun.
4. Önnur mál
Engin önnur mál

Næsti fundur 6. nóvember en mögulega auka fjárhagsáætlunarfundur fyrr. Fá hjá Smára varðandi loka dagsetningu til að skila inn fjárhagsáætlun.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 19.30

Getum við bætt efni síðunnar?