Atvinnu- og menningarnefnd
1) 17. Júní.
a) Dagskrá hefst kl. 13.00 og lýkur 16.30
b) Skrúðganga frá bensínstöð að torginu við stjórnsýsluhúsið á Borg
c) Hátíðarræða
d) Verðlaunaafhending
e) Ávarp fjallkonu
f) Skemmtiatriði: Guðbjörg Emma syngur og Halli Valli spilar undir. Þau koma
fram 14.30 - Þarf að ákveða greiðslu til þeirra.
g) Brunavarnir Árnessýslu koma og verða með sýningu – Hafa samband viku fyrr
til að staðfesta.
h) Börn í leiksskóladeild verða með myndlistarsýningu í félagsheimili.
i) Hoppukastali
j) Andlitsmálun, verður í tvo tíma frá 14:00 – 16.00 – Andlitsmálun Ingunnar
k) Kvenfélagið sér um kaffi í félagsheimili frá 14:00 – 16.30
l) Athuga með að unglingavinnan sinni leikjum fyrir krakkana, sinna gæslu við hoppukastalann og ærslabelginn. Einhver í nefndinni þarf að vera með við hoppukastalann.
m) Dóri eða Gummi sækja hoppukastala – þarf að ræða um það við þá.
n) Jakob ætlar að redda sviðinu – Láta koma með það hingað og skutlar því svo tilbaka.
o) Ártangi – fá blóm á sviðið og fyrir verðlaunaafhendingu – Bryndís pantar og sækir
p) Óttar pantar myndir fyrir vinnupallinn
q) Óttar gerir auglýsinguna – sent á Hvatablaðið, facebook, viðburðardagatal á heimasíðu, prentuð út og hengt við íþróttamiðstöð, á Sólheimum, Selfossi
r) Þorkell mun verða kynnir á hátíðinni
2) Borg í Sveit/Grímsævintýri.
a) Dagsetning 23. ágúst 2025
b) Óttar aðstoðar nefndina með skipulagningu fram að sumarfríi, 18. Júlí. Eftir það tekur annar við
c) Nefndin sér um markaðinn í félagsheimilinu
i) Senda tölvupóst á þá aðila sem tóku þátt í fyrra, athuga hvort þau vilji vera með í ár
ii) Skráning fer í gegnum Sportabler – Óttar sér um þennan lið
iii) Verð fyrir stórt borð er 5.500,- og lítið borð 4.500,-
d) Tombólan verður í íþróttahúsinu, kvenfélagið sér um það
e) Leita tilboða á gistingu, tjaldsvæði, frítt í sund frá 22 – 24. ágúst. Fá Línu Björg byggðarþróunarfulltrúa uppsveita til að aðstoða með það.
f) Skilti, vegvísar á atburðina – Athuga hver getur gert þetta, Unglingavinnan eða Sólheimar
g) Skoða hvort Hvöt geti gert ratleik
3) Beiðni frá Rótarýklúbbi Rangæinga.
Rótarýklúbbur Rangæinga biður um styrk til að gera fyrstu rútu Austurleiðar hf. sem
stofnað var 1963, að fínum safngrip á Samgöngusafn Skógasafns.
Farið yfir kostnaðaráætlun. Álit nefndarinnar er að verða ekki að beiðni þessari.
Nefndin telur að réttara væri að sækja um styrk hjá SASS eða öðrum aðilum.
4) Sóknaráætlun Suðurlands 2025 – 2029 lagt til kynningar.
5) Önnur verkefni atvinnu og menningarmálanefndar á árinu.
Ekki tími í önnur verkefni fyrr en í september til desember. Auglýsa eftir aðilum í
sveitarfélaginu sem eru að gera menningartengda hluti og gera það í samstarfi við
fleiri, t.d. bókasafnið. Auglýst verður í ágúst/september Hvatarblaði.
6) Fundartímar nefndarinnar fram að 17. júní.
Næsti fundur: 07. júlí 2025, kl. 17:00
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:45.