Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

31. fundur 07. júlí 2025 kl. 17:00 - 18:45 Félagsheimilinu að Borg
Nefndarmenn
  • Anna Katarzyna Wozniczka formaður
  • Bryndís Eðvarðsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Þorkell Þorkelsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Óttar Guðlaugsson heilsu- og tómstundarfulltrúi
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Bryndís Edda Eðvarðsdóttir

1) 17. Júní. Farið yfir hvernig dagurinn gekk
Óttar kynnti hugmyndir sem betur mætti fara á næsta ári. Sjá skjal á Teams
- Mætti vera betra skipulag varðandi dagskrá og fleiri valmöguleika – sjá
auglýsingar frá öðrum sveitarfélögum
- Hlutir sem þarf að gera daginn áður.
o Fá bílinn/sviðið daginn áður til að hægt sé að gera prufu á hljóðkerfi
o Þarf að gera tröppur fyrir sviðið
o Setja borða fyrir aftan sviðið
- Unglingavinnan þarf að hafa skýrari verkefni – Verkplan
o Þarf að kynna þetta fyrir krökkunum einhverju áður en dagurinn er.
- Gönguleið fjallkonunnar – Hafa það á hreinu
- Sólheimaskátarnir – meiri fyrirvara með að fá þá í gönguna
- Athuga með skátana og hvort þeir gætu verið með brennu eða eitthvað
annað.
- Skoða hvort gangan byrji við félagsheimilið og endi þar. Eins hvort
unglingavinnan geti séð um tónlist og að leiða gönguna
- Hugmynd um að hafa til sölu blöðrur , nammi handa krökkunum
- Hafa blakleik aftur á næsta ári og skora á félagasamtök, sveitastjórn að spila.
Vantaði tónlist og meira stuð
Allir nefndarmenn sammála um að kaffi kvenfélagskvenna hafi verið mjög vel heppnað og
vilji til að halda því áfram næsta ár.

2) Borg í Sveit/Grímsævintýri
Markaðurinn í félagsheimili Borg haldið 23. Ágúst 2025
a) Óttar aðstoðar nefndina með skipulagningu fram að sumarfíi, 18. Júlí. Eftir það tekur
annar við – til dæmis Steinar og Halldór
b) Fimm borð bókuð nú þegar, 4 stór og 1 lítið. Skráning fer í gegnum Sportabler
(erum með 15 stór og 20 lítil til leigu)
i) Verð fyrir stórt borð er 5.500,- og lítið borð 4.500 – ákveðið var á síðasta
fundi að hafa sama verð og fyrra ár
c) Sportabler leggur kostnað á þá sem greiða með greiðsluseðli, hefur verið
kvartað yfir því. Rætt um hvernig hægt sé að kynna þetta betur fyrir
leigjendum.
d) Skráningu á borðum lýkur 18. ágúst.
e) Fyrirspurn komin frá Villikanínum um að fá borð til styrkar félaginu. Nefndin
mun taka ákvörðun um það í byrjun ágúst. Ef borð eru laus þá mun það verða
gert – Formaður mun taka þetta að sér eins ef fleiri munu óska eftir styrk.
f) Gott verður að stýra umferð öðru megin í salnum, skýrar reglur
g) Athuga með að hafa tónlist í salnum – Óttar ætlar að athuga með það
h) Anna er búin að senda tölvupóst á þá aðila sem tóku þátt í fyrra og athuga
hvort þau vilji vera með í ár
i) Búið að auglýsa markaðinn í Hvatablaðinu. Verður auglýst á vefsíðu
sveitarfélagsins. Kvenfélagið auglýsir á sinni heimasíðu. Félagsmenn deila
auglýsingu ef þeir geta.
j) Tombólan verður í íþróttahúsinu, kvenfélagið sér um það
k) Leita tilboða á gistingu, tjaldsvæði, frítt í sund frá 22 – 24. ágúst. Fá Línu
Björg byggðarþróunarfulltrúa uppsveita til að aðstoða með það – þetta er í
vinnslu
l) Skilti, vegvísar á atburðina – Athuga hver getur gert þetta, Unglingavinnan eða
Sólheimar – er í vinnslu
m) Skoða hvort Hvöt geti gert ratleik – er í vinnslu
n) Netfang markaðarins grimsaevintyri@gmail.com – Anna deilir aðgangi með
Þorkeli og Bryndísi – Allir munu aðstoða við að svara fyrirspurnum
i) 07 – 26 júlí Anna vaktar
ii) 21. Júlí – 03 ágúst Bryndís vaktar
iii) 04 – 17 ágúst Þorkell vaktar
iv) 18 – 23 ágúst Anna vaktar
o) Nefndin mætir fyrr þann 23. ágúst til að aðstoða við uppröðun og skipulag
fyrir borðhafa.
p) Nefndin þarf að benda borðhöfum á að vera klár með greiðslufyrirkomulag og
önnur góð ráð – sjá skjal á Teams


3) 24. Ágúst – fagna því að vegur kringum Þingvöll sé allur malbikaður
a) Rætt um að tengja þessa atburði saman

4) Önnur verkefni atvinnu og menningarmálanefndar á árinu
Ekki tími í önnur verkefni fyrr en í september til desember. Auglýsa eftir aðilum í
sveitarfélaginu sem eru að gera menningartengda hluti og gera það í samstarfi við
fleiri, t.d. bókasafnið. Auglýst verður í ágúst/september Hvatarblaði.
5) Fundartímar nefndarinnar fram að 23. júní.
Næsti fundur 19. ágúst 2025, kl. 17:00
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?