Fara í efni

Fjallskilanefnd

21. fundur 17. desember 2018 kl. 12:00 - 13:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Gústavsson
  • Björn Snorrason
  • Ingólfur Oddgeir Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Sigrún Jóna Jónsdóttir

1.       Unnin fjallskil.

Nefndin kom saman og fór yfir reikninga.
Unnin fjallskil voru samtals 2.588.000 kr.
Unnin fjallskil sem þarf að innheimta:
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, samtals 350.000 kr.
Tögl, 70.000 kr.
Austurleit Þingvallasveitar  150.000 kr. 
Orkuveita Reykjavíkur vegna Nesjavalla, 34,5 dagsverk að fjárhæð 345.000 kr. og akstur að fjárhæð 35.000 kr. Auka smölun vegna lélegrar girðingar 100.000 kr. Samtals 480.000 kr.
Orkuveita Reykjavíkur vegna Ölfusvatns, 10 dagsverk fjárhæð 100.000 kr. og akstur að fjárhæð 20.000 kr. Samtals 120.000 kr. 
Hagavík 3 dagsverk 30.000 kr. 
Úlfljótsvatn 9 dagsverk. Samtals 90.000 kr. 
Samtals fjallskil sem þarf að innheimta eru 1.290.000

Áætlun fyrir fjallskil árið 2018 var 2.836.619 kr. 
Fjallskil samtals árið 2018 eru 2.588.000 kr. 
Hagnaður 2018 er því 248.619 kr.

2.        Næturhólf og ragaðstaða við Stangarháls .
Vegna breyttra aðstæðna vegna girðingar sem Orkuveitan fjarlægði, óskum við eftir næturhólfi með innrekstrar vængjum og aðstöðu til að taka á bíl fyrir haustið 2019.

3.       Grafningsréttir.
Núverandi réttir á Selflötum (í landi Úlfljótsvatns) eru komnar á það stig að það mun þurfa að eyða talsverðum fjármunum í þær til að hægt sé að rétta í þeim að ári. Vegna ónýtra fjallgirðinga í landi Króks og Villingavatns hafa smalaleiðir breyst svo um munar, smalasvæði hefur stækkað og nær niður að Grafningsvegi og því væri hentugast fyrir féð, smala og bændur og réttirnar yrðu fluttar niður undir Grafningsveg. Við óskum því eftir að hafnar verði viðræður við landeigendur Úlfljótsvatns hvort hægt sé að flytja réttirnar niður undir veg við ristahlið á mörkum Úlfljótsvatns og Villingavatns. Réttirnar yrðu þá enn í landi Úlfljótsvatns. Kjörið væri að hefja viðræður tímalega svo hægt sé að byggja réttir á nýjum stað fyrir haustið 2019 ef um semst.

4.    Laugdælir, fjárflutningar.
Samþykkt er að ræða við fjallskilanefnd Laugardals fyrir haustið 2019 um fyrirkomulag vegna fjárflutninga frá Tjaldafelli, Hlöðuvöllum og Kerlingu.

 5.   Trúss Grímsnes.
Trúss í leitum fylgir dagsverkum smala, bíll í fyrstu leit verður 60.000 kr.

Getum við bætt efni síðunnar?