Fara í efni

Fjallskilanefnd

6. fundur 23. ágúst 2012 kl. 16:00 - 21:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Kolbeinn Reynisson formaður
  • Auður Gunnarsdóttir
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Ingólfur Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Auður Gunnarsdóttir

1.        Álagning fjallskila.

Farið var yfir álagningu fjallskila og leiðrétt með tilliti til lögbýlaskráar. Einnig var farið yfir hlutfall milli fjár og lands skv. nýrri fjallskilasamþykkt. Álagning á kind verður 339 kr. og á jarðarþúsund 5 kr.

 2.        Göngur og réttir

Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 14. september og réttað verður í Klausturhólarétt 19. september kl 10:00. Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 14. september og sunnudaginn 16. september og réttað verður í Selflatarrétt mánudaginn 17. september kl. 9:45. Lyngdalsheiðin verður smöluð í fyrstu leit og svo aftur í eftirleit sem farin verður í október. Dagsverk í Grímsnesi verður 7.000 kr. og 10.000 kr. í Grafningi. Fjárhagsáætlun hljóðar upp á 1.973.764 kr. bæði tekjur og gjöld.

 3.        Gangnamannakofar.

Ræddar voru ýmsar tillögur um lagfæringar á Gatfellsskála og skálanum inni við Kerlingu. Brýnast þykir að bæta við anddyri á báða skálana. Óskum við hér með að það verði tekið inn í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2013. En í Gatfellsskála er brýn nauðsyn fyrir breikkun á rúmum. Við beinum þeim tilmælum til sveitarstjórnar að þar verði gerð bragarbót á nú fyrir haustið 2012.

 4.        Selflatarrétt.

Fjallskilanefnd telur að Selflatarrétt þarfnast algjörrar endurnýjunar og að breyta þurfi staðsetningu hennar. Fjallskilanefnd óskar eftir að það verði tekið inn í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2013.

 5.        Rétt í Kringlumýri.

Rætt var um smíði á nýrri rétt í Kringlumýri. Fjallskilanefnd, sveitarstjóri, fulltrúi Kerhesta og fjárbændur fóru inn í Kringlumýri mánudaginn 20. ágúst s.l. til að skoða staðsetningu á fjárrétt í Kringlumýri.

 6.        Vatnsmál í Kerlingu.

Fjallskilanefnd óskar eftir að sveitarstjórn athugi með vatnsmál inn í Kerlingu t.d. með frekari borun í holunni sem var boruð fyrir nokkrum árum.

 

Getum við bætt efni síðunnar?