Fara í efni

Fjallskilanefnd

8. fundur 19. ágúst 2013 kl. 16:00 - 18:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Kolbeinn Reynisson formaður
  • Auður Gunnarsdóttir
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Ingólfur Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Auður Gunnarsdóttir

1.        Álagning fjallskila.

Álagning á kind verður 339 kr. og á jarðarþúsund 4,60 kr.

 2.        Göngur og réttir.

Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 13. september og réttað verður í Klausturhólarétt 18. september kl. 10:00.

Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 20. september og sunnudaginn 22. september. Réttað verður í Selflatarrétt mánudaginn 23. september kl. 9:45.

Lyngdalsheiðin verður smöluð mánudaginn 16. september og svo aftur í eftirleit í október.

Dagsverk í Grímsnesi verður 7.000 kr. og 10.000 kr. í Grafningi.

Fjárhagsáætlun hljóðar upp á 2.444.777 kr., bæði tekjur og gjöld. Þar af er álögð fjallskil 1.894.777 kr. og aðrar tekjur 550.000 kr.

 3.        Selflatarrétt

Fjallskilanefnd telur að Selflatarrétt þarfnist algörrar endurnýjunar og rædd voru réttarsmíði almennt. Að lokum var teiknuð ný Selflatarrétt.

Fjallskilanefnd óskar eftir að sveitarstjórn ræði við landeigendur um nýja staðsetningu á Selflatarrétt og að kostnaður við byggingu nýrrar réttar verði sett í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir fjárhagsárið 2014.

Getum við bætt efni síðunnar?