Fara í efni

Fjallskilanefnd

13. fundur 15. desember 2014 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Gústavsson
  • Kjartan Gunnar Jónsson
  • Ingólfur Oddgeir Jónsson
Benedikt Gústavsson

1.        Unnin fjallskil.

Nefndin kom saman og fór yfir reikninga og lagfærði eins og þurfti. A.T.H. allir til hækkunar.

Unnin fjallskil voru samtals 2.799.500 kr.

Unnin fjallskil sem þarf að innheimta;

Þjóðgarður á Þingvöllum, samtals 307.000 kr.

Bláskógabyggð vegna Þingvallasveitarafréttar austan vatna, samtals 150.000 kr.

Orkuveita Reykjavíkur vegna Nesjavalla, 15 dagsverk að fjárhæð 150.000 kr. og akstur að fjárhæð 15.000 kr., samtals 165.000 kr.

Orkuveita Reykjavíkur vegna Ölfusvatns, 4,5 dagsverk fjárhæð 45.000 kr. og akstur að fjárhæð 7.500 kr., samtals 52.500 kr.

Hagavík, 3 dagsverk, samtals 30.000 kr.

Úlfljótsvatn, 4 dagsverk, samtals 40.000 kr.

Samtals sem þarf að innheimta er 744.500 kr.

Áætlun fyrir fjallskil árið 2014 var 2.148.607 kr.

Fjallskil samtals árið 2014 var 2.055.000 kr.

Hagnaður 2014 er því   93.607 kr.

Getum við bætt efni síðunnar?