Fara í efni

Fjallskilanefnd

14. fundur 21. ágúst 2015 kl. 15:30 - 18:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Gústavsson ritari
  • Ingólfur Oddgeir Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Kjartan Gunnar Jónsson
Benedikt Gústavsson

1.        Fjallferðir.

Talað er um fljótandi dagsetningu með tilliti til veðurs,verið að vinna í málunum. Reiknað með að fara í fyrstu leit í Grímsnesi 11. september og Grafningi 18. september.

 2.        Kringlumýrarrétt.

Farið er fram á breytingu á Kringlumýrarétt þannig að það verði fleiri dilkar og minni almenningur.

 3.        Forskoðun.

Óskað er að farið verði norður fyrir línuveg nokkrum dögum fyrir fjallferð og skoðað hvað féð er innarlega.

 4.        Gatfell og Kerling.

Fjallskilanefnd óskar eftir efni til að auka svefnaðstöðu í Gatfelli og einnig að komið verði upp vatnsrennum á hesthúsið við Kerlingu til að fá vatn til að brynna hestum.

 5.        Fjárhagsáætlun og álagning.

Dagsverk í Grímsnesi               7.000 kr.

Dagsverk í Grafningi             10.000 kr.

Álagning á kind                           380 kr.

Á jarðarþúsund                        3,00 kr.

 Fjárhagsáætlun áætluð          2.784.156 kr.

Þar af fjallskil                        2.134.156 kr.

Aðrar tekjur                            650.000 kr.

Getum við bætt efni síðunnar?