Fara í efni

Fjallskilanefnd

16. fundur 16. ágúst 2016 kl. 08:30 - 12:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Gústavsson ritari
  • Björn Snorrason
  • Ingólfur Oddgeir Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Benedikt Gústavsson

1.        Fjallferðir.

Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 9. september og réttað verður í Klausturhólarétt 14. september kl. 10:00.

Lyngdalsheiðin verður smöluð mánudaginn 12. september og svo aftur í eftirleit í október.

Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 13. september kl. 10:00 eftir fyrstu leit, fyrir alla.

Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 16. september og réttað verður í Grafningsrétt mánudaginn 19. september kl. 9:45.

 2.        Fjárhagsáætlun og álagning.

Dagsverk í Grímsnesi                    7.000 kr.

Dagsverk í Grafningi                   10.000 kr.

Álagning á kind                                           460 kr.

Á jarðarþúsund                               3,00 kr.

Fjárhagsáætlun áætluð          2.823.643 kr.

Þar af fjallskil                        2.173.643 kr.

Aðrar tekjur                            650.000 kr.

 3.        Reikningar vegna fjalllauna.

Fjallskilanefnd óskar eftir að þegar reikningar vegna fjallskila verða sendir út verði því komið á framfæri við þá sem vinna fjallskil að þeir sendi inn sundurliðaða reikninga vegna unninna fjallskila til að auðvelda yfirferð á fjallskilum.

Getum við bætt efni síðunnar?