Fara í efni

Fjallskilanefnd

17. fundur 14. desember 2016 kl. 19:30 - 23:27 Hömrum
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Gústavsson
  • Björn Snorrason
  • Ingólfur Oddgeir Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Benedikt Gústavsson

1.        Unnin fjallskil.

Nefndin kom saman, fór yfir reikninga og lagfærði eins og þurfti.

Unnin fjallskil voru samtals 3.124.000 kr.

Unnin fjallskil sem þarf að innheimta:

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, samtals 512.000 kr.

Bláskógabyggð vegna Þingvallasveitarafréttar austan vatna, samtals 150.000 kr.

Orkuveita Reykjavíkur vegna Nesjavalla, 21 dagsverk að fjárhæð 250.000 kr. og akstur að fjárhæð 35.000 kr. Samtals 285.000 kr.

Orkuveita Reykjavíkur vegna Ölfusvatns, 9 dagsverk fjárhæð 100.000 kr. og akstur að fjárhæð 20.000 kr. Samtals 120.000 kr.

Hagavík 3 dagsverk, samtals 35.000 kr.

Úlfljótsvatn 4 dagsverk, samtals 75.000 kr.

Samtals fjallskil sem þarf að innheimta eru 1.177.000 kr.

Áætlun fyrir fjallskil árið 2016 var 2.173.643 kr.

Fjallskil samtals árið 2016 var 1.947.000 kr.

Hagnaður 2016 er því 226.463 kr.

 2.        Hesthús í Kerlingu.

Fjallskilanefnd fer fram á að  settar verði þakrennur á húsin inn við Kerlingu til að brynna bæði mönnum og hrossum. Einnig að hesthúsið verði varið fyrir ágangi hrossa að innanverðu.

  3.        Akstursreikningar.

Farið var yfir verðskrá varðandi akstur og hann samrýmdur .

Þjóðgarður, Mjóanes, Laugarvatnsréttir og Kaldárhöfði     15.000 kr.

Hofmannaflöt                                                                         20.000 kr.

Tjaldafell                                                                                25.000 kr.

Trúss                                                                                      1,5 dagsverk.

Óskað er eftir að þetta verði sent út til þeirra sem skila inn reikningum fyrir unnin fjallskil.

Getum við bætt efni síðunnar?