Fara í efni

Fjallskilanefnd

24. fundur 19. ágúst 2020 kl. 19:00 - 21:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Auður Gunnarsdóttir formaður
  • Benedikt Gústafsson
  • Björn Snorrason
  • Ingólfur Oddgeir Jónsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Auk þeirra:
  • Guðmundur Jóhannesson
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir og
  • Kolbeinn Reynisson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Sigrún Jóna Jónsdóttir

1.        Fjallferðir.

Fyrsta leit í Grímsnesi fer af stað föstudaginn 4. september. Réttað verður í Kringlumýri
mánudaginn 7. september.

Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 11. september og réttað verður í nýjum
Grafningsréttum mánudaginn 14. september.

 2.        Fjárhagsáætlun.

Dagsverk Grímsnes 7.000,-

Dagsverk Grafningur 10.000,-

Dagsverk hjól 15.000,-

Álag á kind 585,-

Álag á jarðarþúsund 2,-

Fjárhagsáætlun áætluð 3.094.157,-

Þar af fjallskil 1.794.157,-

Aðrar tekjur 1.300.000,-

3.        Framkvæmd smölunar.

Tekið fyrir minnisblað oddvita og smalanir ræddar út frá COVID. Skálagistingar, bílferðir og
fækkun smala. Ákveðið að aðeins 10 manns fari í vesturleit/þingvallasveit og 6 manns fari í
austurleit. Annað rætt en ekki ákveðið að fullu þar sem COVID aðstæður eru að breytast ört og
tæpar 3 vikur í smölun.

Getum við bætt efni síðunnar?