Fara í efni

Fjallskilanefnd

29. fundur 17. ágúst 2021 kl. 20:00 - 00:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Auður Gunnarsdóttir
  • Benedikt Gústavsson
  • Guðjón Kjartansson
  • Rúna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.

1.        Fjallferðir.

Ræddar voru fjallferðir í sveitarfélaginu.

Samkvæmt sameiginlegum fundi fulltrúa fjallskilanefnda Grímsnes- og Grafningshrepps og Laugdæla verða fjallferðir í Grímsnesi eftirfarandi:

Tögl og Miðfellshraun verða smöluð 11. september og Lyngdalsheiði 12. september, ef veður leyfir.
Kaldárhöfði og Efri-Brú verða smöluð í kjölfarið.

Afréttur verður smalaður 18. og 19. september, ef veður leyfir.

Réttað í Kringlumýrarrétt laugardaginn 11. september.

Fyrsta leit í Grafningi fer af stað föstudaginn 17. september og réttað verður í Grafningsréttum mánudaginn 20. september.

 Fjallkóngar verða árið 2021:

Grafningur - Rúna Jónsdóttir

Vesturleit - Guðmundur Jóhannesson

Austurleit – Ingólfur Oddgeir Jónsson

 2.        Framkvæmd fjallferða.

Rædd var framkvæmd smölunar en fyrir liggur að í samfélaginu eru takmarkanir vegna Covid. Fundarmenn sammála um að takmarkanirnar sem eru í gangi í dag hafi ekki áhrif á fjallferðir í sveitarfélaginu. Áhersla verður lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“. COVID 19 / veðurspá / veður getur haft áhrif á allar dagsetningar og framkvæmd fjallferða.

 3.        Álagning fjallskila.

Rædd voru álögð fjallskil í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjöldi fjár í sveitarfélaginu árið 2021 er samtals 1.977 stykki og hefur fækkað um 61 frá því árið 2020.

Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarsjóður greiði hluta af unnum fjallskilum að frádregnum öðrum tekjum frá og með næsta ári. Formanni fjallskilanefndar falið að kynna tillöguna fyrir sveitarstjórn.

 4.          Fjallseðill.

      Fjallseðill 2021 lagður fram og staðfestur af fjallskilanefnd.

5.        Vegir og aðstaða við Kerlingu.

Fyrir liggur að vegurinn frá Sandkluftavatni inn að Kerlingu er ófær. Til að hægt sé að sinna fjallferðum í ár leggur fjallskilanefnd til að sveitarstjórn láti laga veginn fyrir fjallferð.
Jafnframt þarf að skoða aðstöðu við Kerlingu m.a. áningarhólf fyrir hrossin og óskar fjallskilanefnd eftir að sveitarstjórn láti kanna skálann og aðstöðuna.   

 

Getum við bætt efni síðunnar?