Fara í efni

Fjallskilanefnd

39. fundur 29. ágúst 2023 kl. 19:00 - 21:20 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Guðrún S. Sigurðardóttir
  • Ingólfur Jónsson
  • Brúney Bjarklind Kjartansdóttir
  • Bergur Guðmundsson
  • Haraldur Páll Þórsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Bergur Guðmundsson

1. Nýr nefndarmaður
Ingólfur Jónsson kemur inn í fjallskilanefnd að beiðni sveitastjórnar í stað Rúnu Jónsdóttur þar sem hún er flutt úr sveitafélaginu. Er hann boðinn velkominn til starfa.
2. Fjallskil
Farið yfir fyrirkomulag fjármögnunar fjallskila. Fjallskilanefnd leggur til að fjallskil verði greidd með eftirfarandi hætti:
1/3 Fasteignahluti verði greiddur eins og samþykkt var af sveitastjórn 2021
2/3 Bændur leggi til vinnu (dagsverk) í samræmi við fjárfjölda og sveitafélagið greiði það sem útaf stendur af kosnaði við fjallskil í formi styrkjar til að viðhalda þeim forna sið og menningararfi okkar sem fjallskil eru.
3. Álagningaseðill
Álagningaseðill skal settur fram með hefðbundnu sniði eins og lög segja til um.
4. Fjallskilaseðill
Fjallskilaseðill yfirfarinn og hann settur upp, samþykkt að fjallkóngar verði:
Vesturleit Guðrún Sigurðardóttir
Austurleit Auður Gunnarsdóttir
Grafningur Rúna Jónsdóttir
Verðskrá fjallskilaseðils samþykkt.
5. Undirbúningur fjallskila
Fjallskilanefnd óskar eftir því að starfsmaður sveitafélagsins fari og yfirfari réttir og skála fyrir fjallskil auk þess að sækja fjárgrindur sem sveitafélagið á og hafa til taks fyrir fjallskil.

Ekki fleira tekið fyrir á fundinum og honum slitið 21:20

Getum við bætt efni síðunnar?