Fara í efni

Fjallskilanefnd

40. fundur 04. desember 2023 kl. 19:00 - 21:20 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Guðrún S. Sigurðardóttir
  • Ingólfur Jónsson
  • Brúney Bjarklind Kjartansdóttir
  • Bergur Guðmundsson
  • Benedikt Gústafson í fjarveru Haraldar Páls Þórssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Bergur Guðmundsson

1. Fjallskilaseðill
Misræmi er í auglýstum fjallskilaseðli og reikning vegna fjallskila sem sveitafélagið sendi út. Fjallskilanefnd hvetur sveitafélagið að leiðrétta reikninga þannig að þeir stemmi við auglýstan fjallskilaseðil. Þ.e.a.s. 1/3 hluti af fasteingaverði 2/3 hlutar skiptast á fjáreigendur sem nýta afréttinn,Bláskógabyggð og Orkuveituna og afgangurinn kæmi sem framlag sveitasjóðs til afréttarmála og verndunar þess menningararfs sem þau eru.
2. Reikningar fjallskila
Farið yfir reikninga vegna fjallskila. 3 reikninga vantaði og einn reikningur var vitlaust skráður. Guðrúnu falið að afla reikninga sem vantaði og að fá reikninginn sem var vitlaus leiðréttan.
3. Reglur um fjallskil
Fjallskilanefnd ákvað að setja þyrfti skýrari reglur/vinnuskipulag um smölun og rukkun á þeim til að forðast að upp komi deilumál vegna þeirra.
4. Seinni leit á austurafrétt
Fjallskilanefnd leggur til að haft verði betra samráð við Laugvetninga í seinni leit á austurafrétt.
5. Smölun fyrir Orkuveituna
Senda þarf reikning vegna smölunar fyrir Orkuveituna í Hagavík og á Nesjavöllum
Hagavík 6 dagsverk
Nesjavellir 26 dagsverk
6. Hlutur Bláskógabyggðar í smölun í Töglum og Þingvöllum
Endurskoða þarf hlut Bláskógabyggðar í smölun í Töglum og Þingvöllum þar sem smölun sérstaklega á Þingvöllum er mannfrek og kostnaðasöm.
Guðrúnu falið að yfirfara málið með sveitastjóra
7. Reikningur frá Björk
Sveitastjóri hefur beðið fjallskilanefnd um umsögn vegna reiknings frá Björk útaf smölun í landi Bjarkar. Fjallskilanefnd telur málið ekki falla undir sína umsögn og vísar reikningnum aftur til sveitastjóra.

Ekki fleira tekið fyrir á fundinum og honum slitið 21:20

Getum við bætt efni síðunnar?