Fjallskilanefnd
1. Landbótaáætlun.
Farið var yfir Landbótaáætlun fyrir Grímsnesafrétt 2016-2025. Formaður var búinn að kanna
áhuga þeirra sauðfjárbænda sem sinna núgildandi áætlun á því að endurnýja hana og reyndist
áhugi fyrir því. Núgildandi áætlun gerir ráð fyrir uppgræðslu við Söðulhóla, austan við þá og
upp að Tindaskaga. Nefndin var sammála um að vinna nýja áætlun en leggja frekar áherslu á
uppgræðslu á afréttarlandi sveitarfélagsins á Lyngdalsheiði, við Driftarenda og austan við
Kringlumýri.
Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna drög að nýrri áætlun og bera undir nefndina.
2. Girðing á Grafningsafrétt
Rætt var um smölun á Grafningsafrétti í haust, en fyrirséð er að talsverð fækkun verður á fé í
Grafningnum eftir næsta haust. Hægt væri að einfalda smalamennskur og koma í veg fyrir að fé
úr Ölfusi sæki yfir í Grafninginn með girðingu á Mosfellsheiði.
Fjallskilanefnd leggur til að sveitarfélagið hefji viðræður við sveitarfélagið Ölfus um slíka
girðingu.
3. Fyrirkomulag leita
Rætt var um fyrirkomulag leita í haust og hvort að hægt sé að skipta leitum þannig að ekki sé
smalað í Grímsnesi og Grafningi á sama tíma, til þess að smalar nýtist á báðum stöðum.
Samþykkt að skoða málið betur við skipulagningu leita þegar nær dregur hausti.
4. Önnur mál
Farið var yfir stöðu framkvæmda, m.a. annars á endurbyggingu Klausturhólarétta sem stefnt
er á að verði tilbúnar fyrir haustið. Einnig rætt um nýjan skála í Kerlingu sem er á
áætlun 2026 og skoðuð drög að teikningum.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:30.