Fara í efni

Fjallskilanefnd

46. fundur 11. ágúst 2025 kl. 18:30 - 19:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Bergur Guðmundsson formaður
  • Jakob Guðnason
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir
  • Steinar Sigurjónsson starfsmaður nefndarinnar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson.

1. Fjallferðir.
Farið var yfir fyrirkomulag leita í Grímsnes- og Grafningshreppi. Leitir verða sem hér segir:
Grímsnes
Tögl/Miðfellshraun smalað 6. september
Lyngdalsheiði/Kaldárhöfði/Efri-Brú smalað 7. september
Vesturleit/Þingvallasveit smalað 13. – 14. september
Austurleit smalað 12. – 14. september
Réttað verður í Kringlumýri laugardaginn 6. september og í Klausturhólarétt mánudaginn 8.
september.
Grafningur
Fyrsta leit í Grafningi verður 12. – 14. september
Réttað verður í Grafningsrétt mánudaginn 15. september
Seinni leit í Grafningi verður 26. – 28. september
Sandfell og Ölfushólar verða smalaðir á tímabilinu 29. september – 3. október


2. Fjallseðlar
Fjallseðlar 2025 lagðir fram og samþykktir samhljóma.


3. Þjóðgarðsgirðing
Fjallskilanefnd skorar á Þjóðgarðinn á Þingvöllum að laga markagirðingu frá Ingólfshólfi niður
að Hlíðargjá fyrir næsta sumar.
Starfsmanni nefndarinnar falið að ræða við þjóðgarðsvörð um málið.

4. Önnur mál
Rætt um undirbúning fyrir fjallferðir. Starfsmaður nefndarinnar mun fara og yfirfara skála og
girðingar fyrir fjallferðir.


Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?