Fjallskilanefnd
1. Unnin fjallskil.
Farið yfir reikninga vegna unninna fjallskila.
Lagfæra þarf þrjá reikninga, Steinari falið að hafa samband við viðkomandi.
Aðrir reikningar samþykktir.
Innheimta þarf vegna unninna fjallskila eftirfarandi aðila:
Hagavík alls 6 dagsverk að fjárhæð alls 60.000.-
Orkuveitan Nesjavellir alls 26 dagsverk að fjárhæð 260.000.-
Bláskógabyggð: Austurleit Þingvallasveit alls 150.000.-
Bláskógabyggð: Tögl alls 70.000.-
2. Rétt í Kringlumýri
Gera þarf ráð fyrir því næsta sumar að lagfæra fjárrétt í Kringlumýri. Læsingar eru orðnar
lélegar og spýtur í réttinni víða lausar. Starfsmanni nefndarinnar falið að fylgja málinu eftir og
sjá til þess að farið verði í nauðsynlegar lagfæringar fyrir næsta haust.
3. Söguskilti Selflötum
Fjallskilanefnd hvetur sveitarstjórn til þess að ljúka við gerð og uppsetningu söguskiltis um
gömlu réttirnar að Selflötum í Grafningi, en hluti af samkomulaginu um flutning réttanna fólst í
því að umræddu skilti yrði komið upp.
4. Girðingar á eyðijörðum
Samkvæmt 12. gr. girðingarlaga nr 135/2001 er umráðamönnum lands skylt að hreinsa burtu af
landi sínu ónothæfar girðingar. Vanræki umráðamaður lands þessi fyrirmæli er sveitarstjórn
skylt að framkvæma verkið á hans kostnað og á þá lögveð í jörðinni fyrir greiðslu kostnaðar. Það
sama á við um eyðijarðir.
Fjallskilanefnd leggur til að sveitarstjórn fari í átak sem snýr að því að hvetja landeigendur til
þess að fjarlægja ónýtar girðingar af jörðum sínum, og í framhaldinu að fara í aðgerðir til þess
að fjarlægja ónýtar girðingar sem landeigendur sjá ekki um að fjarlægja sjálfir.
5. Ristahlið að námu
Rætt var um þörf á ristahliði og lagfæringar á girðingum í kringum efnissnámu í landi Syðri Brúar, en fé virðist eiga greiða leið þaðan af afrétti og niður í byggð. Formanni og starfsmanni falið að leita lausna með landeiganda.
6. Umsögn samráðsnefndar um fjallskilamál í Landnámi Ingólfs Arnarsonar
Fyrir liggur umsögn samráðsnefndar um fjallskilamál í Landnámi Ingólfs Arnarsonar um erindi
sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps til sveitarfélagsins Ölfuss, „Girðing frá
Húsmúlarétt að sveitarfélagamörkum“.
Umsögnin er ítarleg og vel unnin og leggur fjallskilanefnd til að sveitarfélagið hafi umsögnina
til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu málsins.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 19:00.