Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

9. fundur 17. febrúar 2015 kl. 18:30 - 20:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Birgir Leó Ólafsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson.
  • Jón Örn Ingileifsson
Birgir Leó Ólafsson

Fundargerð.

 

9. fundur samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, þriðjudaginn 17. febrúar 2015 kl. 18:30.

 
Fundinn sátu:
Birgir Leó Ólafsson formaður
Björn Kristinn Pálmarsson.
Jón Örn Ingileifsson

 
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Birgir Leó                      

 
Malbikun á Búrfellsveg.
Fyrir liggur að Vegagerðin ætlar að ráðast í klæðingu á vestanverðan Búrfellsveg að Búrfelli.  Nefndin metur það jákvætt að með því að nýta sér útboð Vg þá megi nýta samlegðaráhrif þess og leggja á aðliggjandi heimreiðar sé áhugi íbúa fyrir því.  Hafa ber þó í huga að skoða þarf vel eldri umsóknir m.t.t sanngirnissjónarmiða og tilfærslu í framkvæmdarröð. 

 
Nefndinni lýsir furðu sinni yfir því af hverju ekki er haldið áfram þar sem frá var horfið og klæðingu framhaldið frá Hæðarenda og til vesturs. 

 
Aðra heimreiðar
Nefndin hefur farið yfir fyrirliggjandi eldri umsóknir og metið hvaða heimreiðar eru næstar í framkvæmdarröðinni. 

Þessar umsóknir eru:

Heimreið að Stærri Bæ og Minni Bæ, umsækjandi Stærri Bær

Heimreið að Miðengi 5 og 6, umsækjandi Miðengi 5 og 6

Heimreið að Reykjanesi, umsækjandi Reykjanes.

Umsókn Orkuveitunnar v/ Úlfljótsvatns var dregin til baka af Belindu Einarsdóttir þann 20-12-2011, sjá fundagerð 4 des 2011.

Skoða þarf vel hvort rétt sé að nýta sér fyrirhugað útboð og bæta þessum heimreiðum þar við sé þess kostur.

 
Umsóknir
Lagt er til að auglýst verði í Hvatarblaðinu, eftir umsóknum um klæðingar á heimreiðar í sveitarfélaginu.  Áður en farið er í að byggja upp og klæða heimreiðar verði gerður þríhliða samningur milli Vg, GogG og ábúanda um verktilhögun, verkaskiptingu, ábyrgð og kostnaðardreifingu.  Einnig að þarf að útbúa staðlað umsóknarblað þar sem fram koma allar upplýsingar um umsækjendur, verktíma ofl.

  
Annað
Nefndin leggur til að Tæknisvið uppsveitanna sjái um og hafi umsjón með klæðningum á heimreiðar sem unnar eru á vegum GogG.  Einnig muni Tæknisviðið vera tengiliður við framkvæmdaraðila og verktaka og sitji verkfundi eftir því sem þörf er á.

 
Nefndin telur rétt að það liggi fyrir hverjir geta sótt um klæðingu á sínar heimreiðar og hverjir ekki.

 
       Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 20:15

 

Birgir Leó Ólafsson

 

Björn Kristinn Pálmarsson

 

Jón Örn Ingileifsson

 

Getum við bætt efni síðunnar?