Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

19. fundur 26. september 2019 kl. 20:00 - 21:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Steinar Sigurjónsson formaður
  • Bergur Guðmundsson
  • Jón Örn Ingileifsson
Bergur Guðmundsson

1. Ályktun frá Furuborgum vegna umsóknarfrests um vegstyrki.
Tekin fyrir mál Furuborga um að breyta umsóknarfresti fyrir vegstyrki úr 1. mars í 15. apríl. Samgöngunefnd telur ekki ástæðu til að breyta dagsetningu umsóknarfrestsins.

2. Breytingar á reglum um styrk til viðhalds á vegum í frístundabyggð.
Farið yfir reglur um styrk til viðhalds á vegum í frístundabyggð. Samgöngunefnd leggur til að skerpa á 2. grein reglnanna. “Félög frístundabyggða og sumarhúsaeigenda sækja um styrk til sveitastjórnar fyrir 1. mars ár hvert á þar til gerðu eyðublaði. Skilyrt er að kostnaðaráætlun fylgi fyrirhugaðri framkvæmd. Í lok apríl ár hvert liggur fyrir hverjir munu fá úthlutað styrk og verður styrkurinn greiddur út eftir framvísun afrits af reikningi, þó eigi að síðar en 31. desember það ár sem styrkurinn er veittur.”

3. Malbikun gangstétta á Borg.
Samgöngunefnd leggur til við sveitastjórn að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar gangstétta og göngustíga í þéttbýliskjarnanum Borg. einnig verði komið upp varanlegum hraðahindrunum á svæðinu og gangbrautir og aksturslínur endurmálaðar.  Samgöngunefnd telur þetta mikilvægan þátt í því að efla umferðaröryggi á svæðinu, jafnt fyrir akandi umferð sem og gangandi eða hjólandi. Þá muni framkvæmdin einnig geta haft það í för með sér að eftirsókn í óbyggðar lóðir á svæðinu aukist og önnur uppbygging á svæðinu haldi áfram, sem er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um að fjölga byggðum lóðum á svæðinu.

Getum við bætt efni síðunnar?