Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

21. fundur 25. nóvember 2020 kl. 20:00 - 22:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Steinar Sigurjónsson formaður
  • Bergur Guðmundsson
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Jóns Arnar Ingileifssonar
Fundagerð var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson

1.      Styrkir til veghalds í frístundahúsabyggðum

Farið var yfir fyrirkomulag vegstyrkja til frístundahúsabyggða og rætt um nýja útfærslu á þeim. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fyrirkomulaginu verði breytt samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali nr. 1.  Helstu breytingarnar sem nýja fyrirkomulagið felur í sér eru þær að í stað fyrirfram styrkveitinga vegna viðhalds á vegum verða styrkirnir veittir til veghalds í víðari skilning en áður hefur verið gert, ásamt því að styrkir verða veittir vegna framkvæmda sem þegar hafa átt sér stað. Lagt er til að sveitarfélagið hætti að sinna snjómokstri í frístundahúsabyggðum um páska líkt og gert hefur verið, og snjómokstur verði þess í stað styrkhæfur sem hluti af veghaldi. Þá verði gerð flóttaleiða einnig styrkhæf og falli undir sömu styrkveitingar, og sérstakar styrkveitingar vegna gerðar flóttaleiða því felldar út. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að reglurnar taki gildi frá og með áramótum, og að gert verði ráð fyrir 3.500.000 kr í fjárhagsáætlun ársins 2021 í styrki til veghalds.

 

2.      Umsókn um lagningu bundins slitlags á heimreið.

Farið var yfir umsókn um lagningu bundins slitlags á heimreið að Snæfoksstöðum lóð 99 og 100.

Samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í framkvæmdina og að gert verði ráð fyrir henni á fjárhagsáætlun ársins 2021.

 

3.      Reglur um kostnaðarþátttöku Grímsnes- og Grafningshrepps við lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu.

Ljóst er að uppfæra  þarf reglur um kostnaðarþátttöku Grímsnes- og Grafningshrepps við lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu, sem samþykktar voru á fundi sveitarstjórnar þann 5. maí 2020, í samræmi við upplýsingar frá Vegagerðinni. Samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að reglunum verði breytt í samræmi við fylgiskjal 2 með þessari fundargerð.

 

4.      Fjárhagsáætlun 2021.

Nefndinni barst erindi frá Smára B. Kolbeinssyni, formanni veitunefndar, en eitt af hlutverkum veitunefndar er að taka saman og kostnaðarmeta fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar sveitarfélagsins á næsta ári. Þar er óskað eftir upplýsingum um þær framkvæmdir og fjárfestingar sem samgöngunefnd leggur til að ráðist verði í á árinu 2021.  

Samgöngunefnd leggur ekki til neinar framkvæmdir eða fjárfestingar á komandi ári. Farið var í stórt verkefni nú í sumar í þéttbýlinu á Borg sem sneri að lagningu gangstétta, göngustíga og hraðahindrana, og þakkar samgöngunefnd öllum hlutaðeigandi fyrir vel unnin störf.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?