Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

1. fundur 05. september 2014 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Birgir Leó Ólafsson formaður
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Jón Örn Ingileifsson
  • Börkur Brynjarsson f.h Tæknisviðs uppsveita
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Birgir Leó Ólafsson.

1.        Starfslýsing veitunefndar.  

       BLÓ leggur til að unnið verði erindisbréf fyrir veitunefnd sem fyrst og hún kynnt í tölvupósti til nefndarmanna.  Það verði síðan staðfest af nefndinni á næsta fundi og lagt fyrir sveitarstjórn. BLÓ útbýr fyrsta uppkast

 2.        Kiðjaberg / Hestur.

       Málinu var vísað til nefndarinnar frá sveitarstjórn.  BB kynnir áður útgefið minnisblað.

       Tryggt sé að notendur séu það margir að tengigjöld dugi fyrir a.m.k. 60% af framkvæmdarkostnaði. Fyrsta áætlun gerir ráð fyrir að heildarkostnaður sé rúmlega 120mkr án VSK.

       Það er mat nefndarinnar að miðað við fyrirliggjandi forsendur að verkefnið sé þarft og rétt sé að vinna það áfram með hugsanlegan framkvæmdartíma 2015-2017, bæði ár meðtalin.

 3.        Bakkavík og Hofsvík

       Málinu var vísað til nefndarinnar frá sveitarstjórn.  BB kynnir áður útgefið minnisblað.

       Í tölvupósti frá fulltrúa húseigenda og Sjómannadagsráðs kemur fram að þeir eru með vangaveltur um að leggja bráðabirgðalögn í þau hús sem búið er að byggja á svæðinu.  Nefndin telur ekki rétt að leggja slíka bráðabirgðalögn eins og lagt er til.

       Fyrsta áætlun gerir ráð fyrir að heildarkostnaður sé rúmlega 13.650mkr án VSK.  Tryggt skal vera að notendur séu það margir að tengigjöld dugi fyrir a.m.k. 60% af framkvæmdarkostnaði og notendur það margir að kerfið virki eins og það er hannað fyrir.

       Sé Sjómannadagsráð tilbúið að undirgangast ofangreinda tillögu þá sér nefndin ekkert því til fyrirstöðu að farið sé í framkvæmdina á árinu 2015.

 4.        10 ára áætlun

       Á sveitarstjórnafundi 20.08 s.l var veitunefnd falið að vinna að tillögu að 10 ára áætlun er varðar uppbyggingu hita- og vatnsveitu í sveitarfélaginu.

       Nefndin mun skoða og meta umfang áætlunarinnar og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

 5.        Önnur mál.

 

Nefndin leggur til að minni verkefni í lagningu hita- og neysluvatnsveitu verði boðin út saman.       Með því fengist möguleg samlegðaráhrif  fyrir verktaka og þar með hagstæðari verð.  Einnig skal gæta að því að sem flest verkefni uppfylli þau skilyrði að tengingar við nýjar veitur séu a.m.k. 60% af áætluðum heildar tenginga og að notkun veitna sé það mikil að kerfin virki eins og þau eru hönnuð til.

Dæmi um slík verkefni sem mætti bjóða út núna  er Bakkavík/Hofsvík, Melhúsasund og Mosfell. 

 Nefndin leggur til að framvegis verði verktökum í útboðsverkum gerð sú skylda að innmæla allar veitulagnir sem lagðar eru. Með þessu móti ætti að nást að þétta áður innmæld kerfi á svæðinu og þar með mundi öryggi veitnanna aukast þegar vitneskja um legu lagna liggur fyrir.

 BB kynnir lagningu hitaveitu í Oddsholt.  Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir framkvæmdarkostnaður sé um 30mkr.  Miðað við að 60% kostnaðar komi strax í tengigjöldum þá þarf um 25 notendur svo að hægt sé að hefja framkvæmdir.

 BB kynnir lagningu vatns- og hitaveitu í landi Bíldsfell og þar í kring. Ljóst er að það þarf að skoða alla möguleika í lagningu veitna  um svæðið.  Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvernig best sé að vinna verkið. BB skoðar áfram og vinnur tillögur fyrir nefndina.

 BB kynnir ýmis verkefni sem Tæknisvið uppsveita hefur verið að vinna í og tengist starfi nefndarinnar. 

Getum við bætt efni síðunnar?