Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

2. fundur 14. október 2014 kl. 13:00 - 14:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Hörður Óli Guðmundsson.
  • Jón Örn Ingileifsson
  • Börkur Brynjarsson f.h Tæknisviðs uppsveita
  • Birgir Leó Ólafsson formaður
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Birgir Leó

1.        Starfslýsing veitunefndar.  

       Rætt um möguleg verkefni veitunefndar, BLÓ veltir upp hvort vatns-, hita og skolpveitur eigi að heyra undir málefni nefndarinnar.  Rætt um að nefndin fjalli um ljósleiðaramál á meðan unnið er að lagningu um sveitarfélagið. 

 2.        Kiðjaberg / Hestur.

       BB kynnir stöðu verkefnisins. Mikill áhugi er fyrir veitunni frá hendi sumarhúsafélaganna.  Ljóst er að verkefnið er af þeirri stærðargráðu að það verður ekki unnið nema á lengri tíma en gert hefur hingað til við sambærileg verkefni.  BB og BLÓ munu mæta á fund með þessum tveim félögum n.k mánudagskvöld í Reykjavík.

 3.        Kerhraun vatnsveita

BB kynnir stöðu veitunnar.  Borið hefur á lágum vatnsþrýstingi í efsta húsinu í Kerhrauni.  Vandamálið er það að um er að ræða mikinn hæðarmun á svæðinu og þetta eina hús virðist vera mest fyrir barðinu á því. BB hefur verið að skoða nokkrar leiðir til lausnar. 

 4.        Önnur mál.

       Ekkert nú

Getum við bætt efni síðunnar?