Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

4. fundur 09. mars 2015 kl. 15:30 - 16:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Birgir Leó Ólafsson fulltrúi sveitarstjórnar formaður
  • Hörður Óli Guðmundsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Jón Örn Ingileifsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Börkur Brynjarsson f.h. Tæknisviðs uppsveita
  • Snjólfur Ólafsson f.h. sumarhúsaeigenda
  • Jens B. Helgason f.h. sumarhúsaeigenda
  • Rafn A. Ragnarsson f.h. sumarhúsaeigenda
  • Guðmar Sigurðsson f.h. sumarhúsaeigenda
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Birgir Leó.

1.        Kiðjaberg / Hestur.

       Samtals er búið að sækja um 132 tengingar á svæðinu Kiðjaberg/Hestur og skiptist það þannig að frá Kiðjabergi eru 85 umsóknir og frá Hesti er komnar 46 umsóknir. Í Kiðjabergi eru skipulagðar 131 lóð og er búið að byggja 100 húsÁ Hesti eru skipulagðar 130 lóðir og búið að byggja 85 hús.  Heildarumsóknarfjöldi eru því rúmlega 71% af byggðum lóðum á svæðunum tveimur.  Þess ber að geta að sumir umsóknaraðilar hafa ekki hús á sínum lóðum en sækja engu að síður til að tryggja framgang verkefnisins.  

       Með sumum umsóknum hafa umsóknaraðilar gert athugasemdir, sem meðal annars snúa að fyrirframgreiðslu á vatnsnotkun á lóðum þar sem ekki er búið að byggja hús og ýmsar aðrar athugasemdir sem nefndin telur ekki ásættanlegt að fái að standa ósvarað.  Fulltrúar sumarhúsafélagana munu kynna skilmála Hitaveitu Grímsness og Grafningshrepps betur á aðalfundum félaganna í vor þannig að öll vafamál sem snúa að hitaveituvæðingu svæðanna ættu að skýrast svo að athugasemdir umsóknaraaðila falli út og standi ekki frekar í vegi fyrir verkefninu.

       Tæknisvið uppsveitanna mun í samráði við veitunefnd semja verkáætlun fyrir verkið sem mun útskýra fyrir umsækjendum hvernig verkinu muni vinda fram.  Með því kynningarblaði verður einnig sendur út reikningur fyrir inntaki hitaveitu.  Reikningur v/fyrirfram notkunar verður sendur út í mars 2016.  Að öllu óbreyttu er gert er ráð fyrir að tímabil fyrirframgreiðslu hefjist 1. okt 2016.  Þessum upplýsingum og fleirum mun verða dreift til allra sem eiga hlut í máli á þessum tveim svæðum.

       Það kemur fram í umsóknum að það er mikill áhugi á að fá lögn fyrir ljósleiðara lagða með hitaveitulögninni.  Nefndin telur mikilvægt að skoða vel kostnað við slíka viðbót og hver muni standa straum á þeim kostnaði sem henni fylgir.     

 2.        Önnur mál. 
  Ekkert nú.

Getum við bætt efni síðunnar?