Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

5. fundur 17. desember 2015 kl. 13:00 - 15:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Hörður Óli Guðmundsson boðar forföll
  • Jón Örn Ingileifsson
  • Börkur Brynjarsson f.h. Tæknisviðs uppsveita
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Börkur Brynjarsson

1.  Farið var yfir verkefni ársins 2016 sem fyrir liggja.

Hitaveita að Kiðjabergi og Hestlandi er í gangi en eftir áætlun en búið er að leggja mikið af heimæðum samhliða sem skírir hluta tafanna. Farið verður í Kambaland Kiðjabergs og í Hestland um leið og veður leyfir. Rætt var um næsta hluta verksins en stállagnir verða boðnar út eftir áramótin og vinna við þær. Athugað veður hvort núverandi verktaki vilji taka að sér jarðvinnu á sömu forsendum og í fyrsta hluta verksins.

Hitaveita í Hraunborgum hefur verið til umræðu en forsvarsmenn Sjómannadagsráðs hafa samþykkt að tryggja 12 heimæðar til að hægt verði að fara í verkið. Farið verður í þetta á vormánuðum þegar gengið hefur verið frá tengigjöldum.

Farið verður í heimæð að Mosfelli þegar veður leyfir.

Fyrir liggur að taka yfir vatnsveitu sumarhúsafélags Klausturhóls en íbúar hafa samþykkt að greiða 50% tengigjalds og munu svo greiða 50% vatnsgjalds 2016. Samningur um yfirtökuna liggur fyrir og hefur verið samþykktur af báðum aðilum.Verkið verður boðið út og unnið fyrir 1. júlí 2016.

Lagður verður nýr stofn frá Búrfellslindum að sumarhúsabyggð Klausturhóls sem mun einnig styrkja tengingu inn á sumarhúsasvæði Kerhrauns. Með þessu á að vera hægt að reka Kerhrauns svæðið á tveimur þrýstisviðum sem ætti að bæta rekstur kerfisins.

2.  Rætt það sem liggur fyrir að þurfa að gera, sem í stórum dráttum er:

a)        Fyrir Hitaveitu.

Beiðni frá Oddsholti um hitaveitu í hverfið, aðilar hafa ekki skila inn yfirlýsingu með fjölda þátttakanda en reikna má með að slíkt berist á næstu mánuðum.

Í Vaðnesi þarf að bæta við einni dælu til að auka rekstraröryggi, en hún hefur verið pöntuð.

Einnig lýtur út fyrir að vatnsborð veitunnar hafi aðeins lækkað og notkun hefur einnig aukist. Til framtíðar litið þyrfti að dýpka dæluna um 20 til 30 m, beiðni um tilboð í þetta hefur verið send Ísl.Jarð. sem seldi okkur dæluna.

Rætt hefur verið við Vaðnesbræður um borun auka holu og þeir hafa tekið jákvætt í það og unnið verður í því 2016 að fá verð í slíka holu.

 b)        Fyrir Vatnsveitu.

Auka þarf vatnstöku í Björk, vinna þarf að undirbúningi borunnar á því svæði.

Undirbúa þarf tengingu Vaðness inn á vatnsveitu sveitarfélagsins, setja þarf tank við Seyðishól. Bræðurnir hafa verið spurðir um hvernig þeir sjá fyrir sér að þetta verði en best væri að sveitarfélagið yfirtæki veituna.

Til að tryggja vatn fyrir Snæfoksstaði þarf að stækka stofn niður að Miðengi en með stækkun stofns að Kerhrauni er hægt að fresta þessari framkvæmd um nokkur ár.

Sumarhúsasvæði Bíldsfell/Tunga hefur kallað eftir vatni í nokkurn tíma, athugað hefur verið að bora eftir vatni en í Hlíð er öflug lind. Farið verður í viðræður við eigendur um vatnstöku í Hlíð.

 

Getum við bætt efni síðunnar?