Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

7. fundur 21. september 2020 kl. 10:00 - 12:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson í gegnum TEAMS
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson starfsmaður áhaldahúss
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ragnar Guðmundsson.

1.  Staða á framkvæmdum sveitarfélagsins og hita- og vatnsveitu.

Ragnar fór yfir helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Búið er að malbika allar gangstéttar á Borg en stígur hjá sundlaug er eftir. Búið er að leggja allar hraðahindranir. Nú fer í gang vinna við að ljúka stíg og laga brunna við Borgarbraut.

2.  Gerð fjárhagsáætlunar 2021.

Smári mun senda bréf á nefndir og stofnanir sveitarfélagsins þar sem hann óskar eftir tillögum að atriðum í fjárhagsáætlun. Skila verður inn hugmyndum, tímaramma og áætluðum kostnaði fyrir 7. október í forgangsröð. Farið var yfir hvernig fjárhagsáætlun hefur verið gerð síðustu ár.

3.  Staða á vatnsöflunarmálum – Fljótsbotnar og Björk.

Smári og Ragnar funduðu með starfshóp um vatnsveitu úr Fljótsbotnum í lok síðustu viku. Eyþór í Verkís mun taka saman kostnað vegna forhönnunar á veitunni. Ljóst er að verkið er stórt og mun krefjast töluverðs tíma. Reikna má með að verkinu verði líklega lokið í desember. Áætlaðir tímar í verkið verða lagðir fyrir sveitastjórnir sveitarfélaganna. Tengipunktur yrði við Minna-Mosfell og möguleiki er á að dælingu sé þörf ef koma á vatninu á Borg.

Búið er að bora aðra tilraunaholu á Björk sem lofar góðu. Ræktó borar svo vinnsluholu miðvikudaginn 23. September.

Einnig var ákveðið að skoða samhliða vatnsveitu úr Fljótsbotnum vatnsveitu úr Kaldárhöfða til að hægt sé að bera saman kostina fyrir sveitarfélagið á sama grundvelli. Samþykkt að fá tilboð í vinnuna og reikna með henni í fjárhagsáætlun næsta árs. Ragnar vinnur verkið áfram.

4.  Tilboð í kort fyrir gámasvæði.

Búið er að fá tilboð í rafræn inneignarkort fyrir sorp á gámasvæði fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu frá Tæknivit. Tilboðið var skoðað.

Veitunefndi mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja tilboð í lausnina og gera viðeigandi viðauka við fjárhagsáætlun.

5.  Innkaupareglur sveitarfélagsins.

Nýjar innkaupareglur og innkaupastefna sveitarfélagsins voru skoðaðar. Nefndarmenn munu yfirfara og koma með athugasemdir á næsta fund.

6.  Viðbygging við íþróttahús.

Farið var yfir stöðu á verkinu. Búið er að fá kostnaðarmat á neðri hæðina þar sem reiknað er með annari hæð fyrir skrifstofuaðstöðu.

7.  Deiliskipulag Borgarsvæði.

Farið yfir nýtt deiliskipulag.

8.  Betra Ísland.

Veflausnin frá Betra Ísland skoðuð og rætt hvort mögulegt sé að nota tólið fyrir fjárhagsáætlun. Ákvörðun frestað þar til fyrirkomulag svæðisins liggur fyrir.

9.  Gámasvæði.

Farið yfir stöðu innkaupa og verks við breytingar á gámasvæði.

Getum við bætt efni síðunnar?