Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

8. fundur 09. nóvember 2020 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson starfsmaður áhaldahúss
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ragnar Guðmundsson.

1.  Gerð fjárhagsáætlunar 2021.

Farið var yfir innkomin gögn frá nefndum og félögum. Einnig var farið yfir þær hugmyndir að framkvæmdum sem hafa komið upp yfir árið. Ragnar er búinn að taka saman lista yfir þær og er að vinna í að leggja mat á kostnað við hverja og eina.

2.  Skilmálar hitaveitu.

Mikilvægt er að uppfæra skilmála hitaveitunnar með það að leiðarljósi að allar tengingar við veituna skuli vera í ólæstum skáp fyrir utan hús þar sem ekki er dagleg viðvera. Einnig þarf að uppfæra ýmsa skilmála í núverandi skilmálum og samræma við aðrar sambærilegar veitur. Ragnar fer í að uppfæra upplýsingar á heimasíðu og mun einnig vinna í því að klára uppfærslu á skilmálum í samstarfi við Samorku.

Verið er að leggja lokahönd á bækling um tengingu við veitur sveitarfélagsins sem kemur inn á þessa skilmála.

3.  Framkvæmdir sveitarfélagsins.

Ragnar fór yfir stöðu á framkvæmdum í sveitarfélaginu. Verið er að hefja framkvæmdir við gámastöð.

4.  Önnur mál.

Farið var yfir reglur á gámastöð.

Getum við bætt efni síðunnar?