Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

12. fundur 17. maí 2021 kl. 08:15 - 09:30 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson starfsmaður GOGG
  • Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1.  Vatnsöflun úr Kaldárhöfða

Nefndarmenn voru upplýstir um fyrirhugaða skoðunarferð Ragnars og Smára í Kaldárhöfða n.k. miðvikudag ásamt fulltrúum frá Sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi. Fyrirhugað er að kanna möguleikann á sameiginlegri vatnsöflun sveitarfélaganna þaðan og er þessi skoðunarferð fyrsta skrefið í þeirri vegferð.

2.  Minnisblað Verkís um sameiginlega vatnsveitu uppsveita

Farið var yfir stöðu á verkefni um sameiginlega vatnsveitu uppsveita í Fljótsbotnum og lögð fram fundargerð frá Verkís frá síðasta stöðufundi.

3.  Vatnsveita í frístundahúsahverfi í landi Bíldsfells/Tungu

Ragnar og Smári hafa verið í samskiptum við eigendur frístundahúsalóðar á svæðinu sem vildu kanna hvort sveitarfélagið hyggist leggja vatnsveitu í þessi hverfi. Veitunefnd telur að ekki sé forsenda til að ráðast í vatnsveituframkvæmdir á svæðinu að svo stöddu. Nefndin er reiðubúin að endurskoða afstöðu sína þegar fyrir liggur hversu margir lóðarhafar á svæðinu hyggjast tengjast vatnsveitunni og skuldbinda sig til að greiða tengigjald.

4.  Vatnsveita í Álfabyggð í landi Miðengis

Fyrir liggur beiðni frá Benedikt Gústavssyni um að tengja nýja frístundahúsabyggð, Álfabyggð í landi Miðengis, við vatnsveitukerfi sveitarfélagsins. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir 56 lóðum í hverfinu. Ljóst er að ekki svigrúm í fjárhagsáætlun yfirstandandi rekstrarárs til að ráðast í framkvæmdina og vísar veitunefnd því erindinu inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

5.  Framkvæmdaáætlun vatnsveitu

Rætt var um fjárfestingar í vatnsveitu til næstu fimm ára. Ragnari falið að vinna að áætluninni og leggja fyrir næsta veitunefndarfund.

6.  Gámasvæði og tippur

Farið var yfir ýmis atriði varðandi gámasvæðið í Seyðishólum. Að mati veitunefndar er nauðsynlegt að ráðast í greiningarvinnu á opnunartíma gámasvæðisins á álagstímum. Tippur einnig ræddur og voru nefndarmenn sammála um að hann verði áfram læstur og opnaður eftir þörfum.

7.  Landsvirkjun – Margar hendur vinna létt verk

Rætt var um möguleg verkefni innan sveitarfélagsins sem gætu fallið undir verkefni Landsvirkjunar: Margar hendur vinna létt verk. Veitunefnd leggur til að rætt verði við Landsvirkjun um að stika gönguleið upp á Búrfell.

Getum við bætt efni síðunnar?