Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

14. fundur 14. september 2021 kl. 08:30 - 09:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1.  Fundargerð dags. 22.06.2021 vegna fundar með Eflu og Selfossveitum vegna vatnsöflunar úr Kaldárhöfða.

Fyrir liggur fundargerð vegna fundar formanns veitunefndar ásamt umsjónarmanni aðveitna með Eflu og Selfossveitum vegna mögulegrar vatnsöflunar úr Kaldárhöfða. Á fundinum var farið yfir tilgang verkefnisins, áætlaða vatnsþörf sveitarfélaganna til framtíðar, hugsanlega stærð lagnar og mögulegar lagnaleiðir.

Lagt fram til kynningar.

2.  Minnisblað Ragnars Guðmundssonar vegna notkunar á hitaveituvatni á Hólsbraut.

Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 12.07.2021 um notkun hitaveituvatns á Hólsbraut. Í minnisblaðinu er farið yfir notkun hitaveituvatns á Hólsbraut 14, 18 og 20 og borið saman við meðalnotkun sambærilegra húsa. Í dag er rukkað fast gjald á hvert hús fyrir 960 m3 af vatni á ári. Skoða þarf hvort tilefni sé til að hækka fasta gjaldið eða innheimta samkvæmt mæli.

Veitunefnd felur Ragnari að fara yfir notkun á hitaveituvatni á Borgarsvæðinu heilt yfir leggja niðurstöðurnar fyrir veitunefnd.

3.  Minnisblað Ragnars Guðmundssonar vegna rennslismælinga og lekaleitar í vatnsveitum GOGG.

Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 21.06.2021 vegna rennslismælinga og lekaleitar í vatnsveitum GOGG. Ljóst er að rennsli í vatnsveitu úr Búrfelli er of mikið sem bendir til lekavandamáls. Þetta vandamál getur verið kostnaðarsamt þegar ítrekað þarf að hækka þrýsting á dælum og flýta framkvæmdum við frekari vatnsöflun. Við fyrirhugaða endurnýjun vatnslagnar frá Lækjarbakka að Þórsstíg sem er á áætlun í haust verður komið í veg fyrir þekktan leka í þeirri lögn. Ráðast þarf í lekaleit í lögnum að Miðengi/Norðurkoti og Kerhrauni.

Veitunefnd felur starfsmönnum veitunnar að ráðast í lekaleit eins og lagt er upp með í minnisblaðinu en gæti þess jafnframt að það valdi sem minnstri truflun á þjónustu.

4.  Minnisblað Ragnars Guðmundssonar vegna opnunar tilboða í verkið „Endurnýjun vatnslagnar frá Lækjarbakka að Þórsstíg“.

Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 02.09.2021 um opnun tilboða í verkið „Endurnýjun vatnslagnar frá Lækjarbakka að Þórsstíg“. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 6.387.500 kr. Eitt tilboð barst í verkið og var það frá Ólafi Jónssyni að fjárhæð 8.811.000 kr. eða 138% af kostnaðaráætlun.

Veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að tilboðinu verði hafnað. Formanni falið að koma niðurstöðu nefndarinnar til sveitarstjórnar og óska eftir að erindið verði tekið til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundi þann 15.09.2021.

5.  Fyrirspurn vegna vatnsveitu í sumarhúsalóðir úr landi Bjarkar 1.

Lögð er fram fyrirspurn frá Eggerti Kjartanssyni vegna vatnsveitu í sumarhúsalóðir úr landi Bjarkar 1.

Að mati veitunefndar er ekki heimilt að veita upplýsingar um fjárhagslega stöðu eigenda lóðanna við sveitarfélagið nema fyrir liggi umboð til að afla upplýsinganna. Lagning vatnsveitu í hverfið er ekki á fjárhagsáætlun en gera þarf grein fyrir hversu margir lóðarhafar innan svæðisins eru reiðubúnir að taka inn vatnsveitu og greiða inntaksgjald áður en hægt er að setja lagningu vatnsveitu í hverfið í fjárhagsáætlun.

6.  Fyrirspurn vegna vatnsveitu í Stóru-Borg lóð 13 (L218057).

Lögð er fram fyrirspurn frá Ögmundi Gíslasyni vegna vatnsveitu í Stóru-Borg lóð 13 (L218057).

Ragnari Guðmundssyni falið að kostnaðargreina umbeðna tengingu og leggja greininguna fram við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

7.  Gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Lögð er fram til umræðu gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps. Fyrir liggur samanburður við gjaldskrár annarra hitaveitna í nágreninu.

Veitunefnd telur þörf á að endurskoða gjaldskránna til að mæta hækkun kostnaðar við rekstur veitunnar og vegna fyrirliggjandi fjárfestinga. Formanni veitunefndar og umsjónarmanni aðveitna falið að gera tillögu að nýrri gjaldskrá og leggja hana fyrir á fundi veitunefndar áður en hún verður tekin til umræðu í sveitarstjórn.

Getum við bætt efni síðunnar?