Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

3. fundur 14. nóvember 2022 kl. 08:30 - 10:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður framkvæmda og veitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Viðbygging íþróttamiðstöðvar
Farið yfir stöðu verkefnisins og þau atriði sem hafa verið rædd á fundum hönnunarteymisins. Lagt fram til kynningar.
2. Heitavatnsöflun frá Sólheimum
Fyrir liggur minnisblað ÍSOR dags. 26.10.2022 vegna afkastaprófana holna SO-02 og SO-04 á Sólheimum. Samkvæmt upplýsingum frá ÍSOR er stefnt á að hefja afkastamælingar á næstu dögum.
Minnisblað ÍSOR lagt fram til kynningar. Ljóst er að niðurstöður afkastaprófana munu ekki liggja fyrir áður en fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár verður afgreidd úr
sveitarstjórn. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gert verði ráð fyrir kostnaði við lögn frá Sólheimum að Borg í fjárhagsáætlun næsta árs þrátt fyrir að niðurstöður afkastaprófana liggi ekki fyrir.
3. Hreinsistöð á Borg – staða framkvæmda
Ragnar fór yfir stöðu framkvæmda við Hreinsistöðina á Borg. Búið er að endurnýja ljós, skipta um loka, endurnýja dælur og setja upp vaktbúnað. Stefnt er að því að skipta um lok á stöðinni til að ljúka viðgerð. Allt á því að vera farið að virka eðlilega.
Lagt fram til kynningar.
4. Hreinsistöð í Ásborgum
Framkvæmdum við nýja hreinsistöð í Ásborgum er lokið. Ragnar fór yfir framkvæmdina.
Lagt fram til kynningar.
5. Starfsleyfi hitaveitu
Fyrir liggur að þörf er á að sækja um starfsleyfi fyrir hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ragnar er að vinna í starfsleyfisumsókn og þetta er því komið í ferli.
Lagt fram til kynningar.
6. Starfsleyfi efnistipps
Búið er að sækja um starfsleyfi vegna landmótunar með óvirkum jarðvegsúrgangi á efnistökusvæði E17 í aðalskipulagi. Starfsleyfið er nú í kynningarferli.
Lagt fram til kynningar.
7. Erindi um vegstyrk
Fyrir liggur erindi frá félagi sumarbústaðaeigenda í landi Villingavatns vegna umsóknar um vegstyrk. Umsóknin barst eftir að umsóknarfrestur rann út.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu með vísan til reglna um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
8. Kostnaður við slitlag
Á 2. fundi Framkvæmda- og veitunefndar var Steinari falið að afla upplýsinga frá Vegagerðinni um kostnað við lagningu bundins slitlags á þær heimreiðar sem borist hafa umsóknir/fyrirspurnir um. Svör frá Vegagerðinni hafa ekki borist en Steinar hefur áætlað kostnað miðað við nýjustu verðupplýsingar sem liggja fyrir vegna bundins slitlags á aðrar heimreiðar sem búið var að gera ráð fyrir að fara í.
Steinari falið að óska eftir staðfestingu frá Ormsstöðum og Stóra-Hálsi um að ábúendur vilji fara í verkefnið.
9. Hönnun opinna svæða
Farið yfir hugmyndir og skissur vegna opinna svæða við stjórnsýsluhús og íþróttamiðstöð. Rætt um að taka eitt svæði í einu og að best sé að byrja á torginu framan við stjórnsýsluhús. Þar er lagt upp með að gera svæðið meira aðlaðandi, koma fyrir varanlegu grenitré (jólatré), gróðursvæði, setbekkjum, helluleggja og vinna með lýsingu.
Ragnari falið að taka saman kostnað við torg framan við stjórnsýsluhús.
10. Fjárfestingar 2023 og tillögur nefnda
Ragnar fór yfir tillögur að fjárfestingum í vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu. Ljóst er að hluti þeirra fjárfestinga sem ráðast þarf í á næstunni eru fjárfrekar en nauðsynlegar.
Framkvæmda- og veitunefnd felur Ragnari að taka saman minnisblað ásamt skjali sem sýnir kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar. Varðandi tillögur sem bárust frá öðrum nefndum þá var í öllum tilfellum um að ræða tillögur sem tilheyra rekstri en ekki fjárfestingu og því er þeim vísað beint til sveitarstjórnar.


Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:30

Getum við bætt efni síðunnar?