Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

5. fundur 30. janúar 2023 kl. 08:45 - 09:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður veitna
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Björn Kristinn Pálmarsson forfallaðist.
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Uppfært deiliskipulag athafnasvæðis við Sólheimaveg.
Fyrir liggja drög að breytingum á nýju deiliskipulagi athafnasvæðisins við Sólheimaveg að lokinni auglýsingu. Þær breytingar sem hafa verið gerðar á skipulaginu eftir auglýsingu snúa að deiliskráningu fornminja á svæðinu ásamt kvöð um aðkomu að lóð í gegnum skipulagssvæðið. Lagt fram til kynningar. Ragnari falið að hafa samband við Eflu um að senda skipulagið til UTU. 
2. Vatnsveita: Kaldárhöfði – staða verkefnis. 
Um nokkurt skeið hefur verið til skoðunar hjá Grímsnes- og Grafningshreppi, Sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi að fara í sameiginlega vatnsöflun úr landi Kaldárhöfða. Þann 26. janúar sl. hittust aðilar frá þessum sveitarfélögum á fundi og ræddu næstu skref verkefnisins. Fyrirhugað er að hefja tilraunaboranir næsta vor. Smári og Ragnar kynntu drög að minnisblaði af fundinum. 
3. Hitaveita: Prófanir á Sólheimum – fyrstu niðurstöður.
Ragnar fór yfir þær mælingar sem hafa átt sér stað á borholunum á Sólheimum að undanförnu og kynnti fyrstu niðurstöður sem lofa góðu. Gera þurfti hlé á mælingum á meðan mesta kuldakastið stóð yfir seinni part desember og fram í janúar. Nú hafa mælingar verið settar í gang aftur til að safna ítarlegri gögnum um virkni og afköst holanna. Framkvæmda- og veitunefnd vill koma á framfæri þakklæti til Sólheima fyrir samvinnuna. Vonast nefndin til þess að niðurstöður úr ítarlegri mælingum skapi grundvöll fyrir frekari samvinnu sveitarfélagsins og Sólheima til framtíðar á sviði heitavatnsöflunar. Nefndin leggur til að sent verði formlegt erindi til Sólheima þar sem farið er yfir hvernig hugsanlegu samstarfi sveitarfélagsins og Sólheima gæti verið háttað. 
4. Fráveita: Vesturbyggð – Breyting á skipulagi.
Ragnar kynnti fyrirhugaðar fráveituframkvæmdir á nýju skipulagssvæði vestan Borgarsvæðisins. Lagt fram til kynningar. 
5. Stækkun íþróttamiðstöðvar – staða hönnunar.
Farið yfir stöðuna á hönnun viðbyggingar við íþróttamiðstöðina. Jafnframt var skoðuð tillaga Gunnars Emils Eggertssonar að uppsetningu tækja í tækjasal. Lagt fram til kynningar. 
6. Erindisbréf Framkvæmda- og veitunefndar (til umræðu)
Fyrir liggur að gera þarf nýtt erindisbréf fyrir Framkvæmda- og veitunefnd. Lögð eru fram til hliðsjónar erindisbréf Veitunefndar og erindisbréf Samgöngunefndar frá síðasta kjörtímabili. Formanni falið að vinna drög að nýju erindisbréfi nefndarinnar í samráði við sveitarstjóra og oddvita sveitarstjórnar. Nefndin óskar eftir að fá drögin til umsagnar áður en þau verða lögð fyrir sveitarstjórn. 

 Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 09:45 

Getum við bætt efni síðunnar?