Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

7. fundur 27. mars 2023 kl. 08:30 - 10:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Framkvæmdir í Grímsnes- og Grafningshreppi 2023
Ragnar kynnti stöðu þeirra verkefna sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
2. Aðaluppdrættir og byggingarlýsing viðbyggingar við íþróttamiðstöð
Búið er að senda aðaluppdrætti og byggingarlýsingu viðbyggingar við íþróttamiðstöð til byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
3. Greinargerð ÍSOR um umsókn um rannsóknarleyfi í landi Kaldárhöfða
Fyrir liggur endanleg greinargerð ÍSOR varðandi umsókn um rannsóknarleyfi í landi Kaldárhöfða.
Lagt fram til kynningar.
4. Minnisblað um fund með ÍSOR dags. 6. mars 2023
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar um fund sem fulltrúar sveitarfélagsins áttu með ÍSOR þann 6. mars 2023. Á fundinum var farið yfir þau verkefni sem ÍSOR er að vinna að í dag fyrir sveitarfélagið ásamt þeim verkefnum sem sveitarfélagið hyggst ráðast í á næstunni.
Lagt fram til kynningar.
5. Minnisblað um efnasýnatöku fyrir Grímsnes- og Grafningsveitur - frumniðurstöður
Fyrir liggur minnisblað Finnboga Óskarssonar hjá ÍSOR um frumniðurstöður efnasýnatöku úr vinnsluholum Grímsnes- og Grafningsveitna í Vaðnesi og Kringlu, auk sýna úr tveimur hitaveituholum á Sólheimum.
Lagt fram til kynningar.
6. Erindi frá Erlendi Salómonssyni f.h. lóðarhafa og húseigenda í Mýrarkoti vegna vatnsveitu
Fyrir liggur erindi frá Erlendi Salómonssyni um möguleika lóðarhafa og húseigenda í Mýrarkoti til að tengjast vatnsveitu sveitarfélagsins. Í dag er hverfið tengt vatnsveitunni Múla.
Ragnari falið að afla frekari upplýsinga s.s. um tengipunkt o.fl. ásamt því að framkvæma kostnaðarmat.
7. Erindi frá Marteini Mássyni vegna hitaveitu
Fyrir liggur erindi frá Marteini Mássyni er varðar verðskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps. Í erindinu gerir Marteinn athugasemdir við þær verðhækkanir sem urðu við síðustu endurskoðun gjaldskrár hitaveitunnar. Jafnframt gerir Marteinn athugasemdir við hitastigið á vatninu.
Framkvæmda- og veitunefnd bendir á að umræða um gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps fór fram á 537. fundi sveitarstjórnar þann 7. desember 2022 þar sem tekin var ákvörðun um að hækka gjaldskrá veitunnar um 15%. Gjaldskrárhækkunina má rekja til hækkandi rekstrar- og fjármagnskostnaðar ásamt mikilla fyrirliggjandi fjárfestinga til að tryggja afhendingaröryggi veitunnar til framtíðar. Hvað varðar athugasemd Marteins um hitastigið á vatninu þá felur framkvæmda- og veitunefnd umsjónarmönnum hitaveitunnar að taka athugasemdina til skoðunar.
8. Minnisblað um hjóla- og gönguleiðir meðfram þjóðvegum í Grímsnes- og Grafningshreppi
Fyrir liggur skýrsla Ragnars Guðmundssonar og Guðrúnar Ásu Kristleifsdóttur um hjóla- og gönguleiðir meðfram þjóðvegum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Valkosta og kostnarðargreining. Í skýrslunni var valið að skoða fjórar leiðir í sveitarfélaginu sem telja má líklegar til stígagerðar.
Framkvæmda- og veitunefnd hrósar Ragnari og Guðrúnu fyrir metnaðarfulla skýrslu. Nefndin leggur til að skýrslan verði rædd í sveitarstjórn þar sem skoðaðir verða möguleikar þess að tryggja verkefninu brautargengi.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:50

Getum við bætt efni síðunnar?