Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

8. fundur 02. maí 2023 kl. 08:30 - 10:15 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
  • Iða Marsibil sveitarstjóri
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Framkvæmdir í Grímsnes- og Grafningshreppi 2023
Ragnar kynnti stöðu þeirra verkefna sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir
árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
2. Minnisblað Eflu dags. 13.04.2023 um lagnaleið Kaldárhöfða – Írafoss
Fyrir liggur minnisblað Eflu dags. 13.04.2023 um tillögu og kostnaðaráætlun að stofnlögn
neysluvatns frá Kaldárhöfða að Írafossi.
Lagt fram til kynningar.
3. Minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 14.04.2023 um valkostagreiningu í hitaveitu
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar þar sem teknar hafa verið saman upplýsingar um hitaveitu frá Öndverðarnesi með tengingu við dreifikerfi Veitna við  Miðengisafleggjara. Jafnframt er í minnisblaðinu gerð grein fyrir kostnaði við lögn frá Sólheimum að Borg.
Lagt fram til kynningar.
4. Borgarteigur
Fyrir liggur uppfærð tillaga deiliskipulags fyrir Borgarteig þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemdar Vegagerðarinnar sem gerð var við upphaflega tillögu deiliskipulagsins.
Lagt fram til kynningar.
5. Starfsleyfi skólphreinsistöðvar í Ásborgum
Lagt fram afrit af starfsleyfi skólphreinsistöðvar í Ásborgum sem gefið var út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þann 14. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar.
6. Erindi frá Þórði Víði Jónssyni vegna vatnslagnar sem liggur um lóðina Kerhraun 38
Fyrir liggur erindi frá Bergi Haukssyni f.h. Þórðar Víðis Jónssonar þar sem farið er fram á að lögð verði heimtaug í lóðina Kerhraun 38, án gjaldtöku.
Ragnari falið afla upplýsinga frá Verkís um hnitpunkta lóðarinnar samkvæmt deiliskipulagi.
7. Fundargerð frá málefnafundi ON og GOGG dags. 29.03.2023
Fyrir liggur fundargerð frá fundi sem haldinn var þann 29. mars sl. um málefni Grímsnes- og Grafningshrepps og Orku náttúrunnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8. Minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 25.04.2023 um endurnýjun á heitum pottum við sundlaug
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 25.04.2023 um endurnýjun á heitum pottum við sundlaug. Núverandi pottar eru orðnir töluvert skemmdir enda komnir til ára sinna. Áætlaður kostnaður við endurnýjun potta með efni og vinnu er 5.664.458 kr.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að pottarnir verði endurnýjaðir sem fyrst og að verkinu verði lokið fyrir sumarið. Verkið rúmast innan fjárhagsáætlunar.
9. Minnisblað Ragnars Guðmundssonar 19.04.2023 um gatnagerðargjald í þéttbýli
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 19.04.2023 um gatnagerðargjöld í sveitarfélaginu. Í minnisblaðinu er farið yfir núverandi fyrirkomulag á innheimtu gatnagerðargjalda ásamt tillögu að breytingum.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að innheimtu gatnagerðargjalda verði breytt á þann veg að þau miðist við hámark leyfilegs byggingarmagns á lóð skv. deiliskipulagi í stað lágmarks byggingarmagn. Breytt fyrirkomulag myndi auðvelda alla umsýslu gatnagerðargjalda. Þá leggur nefndin til að fjárhæð gatnagerðargjalda verði breytt á þann veg að gatnagerðargjöldin endurspegli betur kostnað við gatnagerðina.
10. Viðbygging við íþróttamiðstöð – Útboðsgögn og magnskrár
Farið yfir útboðsgögn og magnskrár viðbyggingar við íþróttamiðstöð.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:15

Getum við bætt efni síðunnar?