Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

12. fundur 09. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:05 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Framkvæmdir í Grímsnes- og Grafningshreppi 2023
Ragnar kynnti stöðu þeirra verkefna sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
2. Tilboð í skólphreinsistöð fyrir Borgarsvæðið
Fyrir liggur tilboð í nýja skólphreinsistöð fyrir Borgarsvæðið og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á komandi árum. Gert er ráð fyrir að fá kynningu frá Iðnver á skólphreinsistöðinni
inn á næsta fund framkvæmda- og veitunefndar.
Lagt fram til kynningar.
3. Athafnasvæði – verkfundargerð dags. 31.10.2023
Fyrir liggur fundargerð frá 3. verkfundi um verkið „Athafnasvæði við Sólheimaveg“.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Vesturbyggð – Útgefin gögn útboðs
Lagt er fram til kynningar teikningasett ásamt útboðs- og verklýsingu vegna 1. áfanga vesturbyggðar sem nú er í útboðsferli.
Lagt fram til kynningar.
5. Verðkönnun vegna eftirlits og innmælinga fyrir nýja íbúðabyggð vestan við Skólabraut
Óskað hefur verið eftir verðum frá Verkís, Eflu og Mannvit vegna eftirlits og innmælinga fyrir nýja íbúðabyggð vestan við Skólabraut.
Verðkönnunin lögð fram til kynningar.
6. Hæghleðsla á Borg
Fyrir liggur tölvupóstur frá Orku náttúrunnar þar sem óskað er eftir að fá að bæta við hæghleðslustöðvum austan megin við núverandi hraðhleðslustöð í stað þess að staðsetja stæðin við Borgarveg/Skólabraut eins og áður hafði verið rætt.
Að mati framkvæmda- og veitunefndar gengur ekki upp að staðsetja nýjar hleðslustöðvar á stæðum nær leikskólanum því þörf er á að nýta öll þau stæði fyrir leikskólann. Nefndin leggur áherslu á að stæði fyrir nýjar hleðslustöðvar verði staðsett vestan við núverandi hleðslustöð.
7. Hitaveita: Borun nýrrar holu í Vaðnesi
Fyrir liggur tillaga frá ÍSOR um hvernig standa skuli að borun á nýrri vinnsluholu í Vaðnesi.
Lagt fram til kynningar. Ragnari falið að leita tilboða ásamt því að fá upplýsingar um hvenær mögulegt væri að fá bor í verkið.
8. Beiðni um afslátt af tengigjaldi fyrir 30 húsa gistirekstur við Herjólfsstíg
Fyrir liggur tölvupóstur þar sem óskað er eftir verði í vatnstengingu í fyrirhugaða gististarfsemi við Herjólfsstíg 2-12.
Frestað.
9. Umsókn um kalt vatn í Brjánsstaði 1 (L200776)
Fyrir liggur tölvupóstur frá Gunnari Einarssyni vegna vatnstengingar í Brjánsstaði 1 (L200776).
Ragnari falið að fá frekari upplýsingar varðandi áfangaskiptingu og tímaáætlun uppbyggingar á hverfinu og kostnaðarmeta stofn og götulögn.
10. Fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024
Farið yfir þær framkvæmdir og fjárfestingar sem áætla þarf á næsta ári í tengslum við fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins.
Ragnari falið að senda kostnaðarmat fyrirhugaðra fjárfestinga til sveitarstjóra.
11. Gjaldskrár veitna fyrir 2024
Yfirfara þarf gjaldskrár veitna sveitarfélagsins fyrir árið 2024.
Ragnari falið að skoða hvort þörf sé á breytingum á gjaldskrám veitna sveitarfélagsins.
12. Næstu fundir framkvæmda- og veitunefndar
Lögð er fram tillaga að næstu fundum framkvæmda- og veitunefndar. Fundirnir verða haldnir þann 11. desember, 29. janúar, 26. febrúar, 25. mars, 22. apríl og 27. maí.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:05

Getum við bætt efni síðunnar?